Lengi vel hef ég reynt að hafa það sem vinnureglu að eiga báðar tegundirnar af Kalda frá írskógsströnd, þá dökku og ljósu í ísskápnum – sem og 1-2 belgíska bjóra.
Ég ætla að endurskoða þessa stefnu. Ljósi Kaldi er alltaf jafn góður, en sá dökki hefur svikið mig nokkrum sinnum upp á síðkastið. Held að snillingarnir fyrir norðan ættu að taka þá tegund til endurskoðunar, það er einfaldlega ekki eins góð vara og hún ætti að geta verið. – Sbr. sjálfan mig sem er sökker fyrir dökkum bjór og ætti almennt séð að vera hrifnari af þessari gerð.
# # # # # # # # # # # # #
Á föstudagskvöldið mæta allir góðir menn á þennan málsverð. Ef Þórdís lætur sjá sig, er aldrei að vita nema að ég fáist til að skrá hana í samtökin.
(Leiðrétti tengilinn, það var e-ð rugl á honum)Â