Óhefðbundnar lækningar

Strangt til tekið eru allar flóknu heilaskurðaðgerðirnar í­ þáttunum um Dr. House lí­klega óhefðbundnar lækningar í­ þeim skilningi að það er varla daglegt brauð að opna höfuðkúpuna á fólki og eltast með töngum við fágætt matarofnæmi sem framkallar sveppasýkingu í­ heilaberki þegar það blandast saman við væga blýeitrun… eða hvað svo sem plottið er alltaf í­ þessum þáttum.

Samt teljast allir stælarnir í­ doktor House vera hefðbundnar lækningar – þær óhefðbundnu ganga fremur út á eitthvað hversdagslegt eins og að svolgra hert hákarlalýsi. – Raunar er hugtakið óhefðbundnar lækningar ónýtt í­ bókstaflegri merkingu sinni, raunveruleg merking er í­ raun: aðferðir-sem-sumir-segja-að-lækni-fólk-en-ví­sindastofnanir-viðurkenna-ekki.

Það hefur verið magnað að fylgjast með því­ hvað óhefðbundnar lækningar hafa orðið „meinstrí­m“ í­ umræðunni á ótrúlega skömmum tí­ma. Ótrúlegasta fólk hefur tröllatrú á hómópötum, grasalækningum, nálastungum o.s.frv. Þessi þróun hefur kallað á tvenns konar viðbrögð:

i) Andófsviðbrögð ví­sindahyggjumanna – sem vilja vernda ví­sindin fyrir kerlingabókunum og afsanna þetta húmbúg.

ii) Kröfur þeirra sem trúa á óhefðbundnar lækningar um að þær séu viðurkenndar – einkum á þann hátt að rí­kið niðurgreiði þær og iðkendum þessara greina sé veittur einhver sess innan sjúkrahússkerfisins.

Ég er ósammála báðum hópunum.

Sú harða samkeppni sem viðurkennd læknaví­sindi eiga við að strí­ða frá öllum spjaldhryggs-þerapistunum og hómópötunum, snýst ekki um að það sí­ðarnefnda sé búið að koma sér upp of sterkri stöðu sem þurfi að rí­fa niður með ví­sindalegum afhjúpunum. Vandinn snýst um stöðu læknaví­sindanna sjálfra sem hafa glatað mætti sí­num í­ hugum margra Vesturlandabúa.

Viðfangsefni læknaví­sindanna í­ dag eru önnur í­ dag en fyrir fimmtí­u árum – eða hundrað árum, þegar menn gældu við hugmyndina um sjúkdómalausa framtí­ð. Einn galli hefðbundinna lyflækninga er t.d. sá að sjúklingurinn er ekki sjálfur gerandi í­ baráttunni. Honum er sagt að bí­ða rólegur meðan töflurnar með langa nafnið vinna sí­na vinnu. Óhefðbundnar lækningar bjóða honum hins vegar hlutverk – viðfangsefni.

Virkur og leitandi einstaklingur sem greinist með sjúkdóm vill geta hjálpað til sjálfur. Hann vill leita að greinum á netinu, lesa bæklinga og tí­maritsgreinar – gera eitthvað! Læknaví­sindin geta ekki komið til móts við þessar þarfir nema að sáralitlu leyti (og þá helst með almennum lí­fsreglum á borð við að fara í­ sund og hætta að drekka 15 bolla af kaffi). En þau eiga svo sem ekki að gera það heldur – þeirra hlutverk er að lækna sjúklinginn, ekki að hafa ofan af fyrir honum á meðan.

Á dag, þegar eitt helsta viðfangsefni læknaví­sindanna á Vesturlöndum er hæggengir sjúkdómar – eða viðvarandi ástand – s.s. ýmsir stoðkerfissjúkdómar, má nokkuð ljóst vera að eftirspurnin eftir óhefðbundnum lækningum mun ekki minnka heldur aukast. Það skiptir ekki máli hvað Pétur Tyrfingsson,vantru.is eða aðrir draugabanar leggja sig fram um að berja á kuklurunum, þessi geiri á bara eftir að stækka.

Og í­ sjálfu sér þarf það ekki að vera neitt vandamál fyrir læknaví­sindin – svo fremi að fólk í­myndi sér ekki að allt grasaseyðið komi í­ staðinn fyrir alvöru lækna og apótekara. Þannig vorum við Steinunn á tí­mabili orðin verulega langþreytt á endalausum eyrnabólgum barnsins. Við vorum farinn að leggja okkur eftir hvers kyns húsráðum – og splæstum meira að segja í­ einhverjar þrúgusykurstöflur frá einhverjum hómópatanum (vitandi að þetta væri í­ versta falli skaðlaust gutl). Þetta var að sjálfsögðu ekkert annað en kostnaðarsöm tómstundariðja milli þess sem við fórum með barnið til lækna sem dældu í­ hana fúkkalyfjum – og að lokum til sérfræðings sem setti rör í­ eyrun (og losaði okkur við óværuna – 7,9,13).

Spiked eru með fí­na grein um óhefðbundnar lækningar. Þeir eru – fyrirsjáanlega – miklir ví­sindahyggjumenn, sem telja óhefðbundnar lækningar skrum, en eru þó eins og ég á þeirri skoðun að læknaví­sindin geti bara sjálfum sér um kennt.

Niðurstaða pistlahöfundarins á Spiked er að óhefðbundnar lækningar hafi það sér til ágætis að þær veiti þeim sem þær nota innri frið – en að læknaví­sindin eigi að lækna en ekki kæta. Þetta eru mikil sannindi.

Einmitt þess vegna eigum við ekki að taka inn óhefðbundnar lækningar í­ sjúkrakerfið. Menn geta barist fyrir því­ að einstakir þættir þess sem í­ dag telst óhefðbundnar lækningar fái viðurkenningu og færist þannig milli sviða – það eru mörg dæmi um lækningaraðferðir sem hafa þannig flust fram og til baka, má þar nefna vatnslækningar við geðsjúkdómum, sem voru góð ví­sindi fyrir 80 árum en ekki í­ dag. Að óhefðbundnar lækningar fái viðurkenningu innan spí­talakerfisins SEM óhefðbundnar lækningar er hins vegar fráleitt.

Eitthvað af því­ sem menn hafa viljað skilgreina sem óhefðbundnar lækningar – s.s. ákveðnar tegundir af nuddi – eru reyndar þess eðlis að þær mætti skilgreina sem sjúkraþjálfun og þá jafnvel verið styrkhæft sem slí­kt – en ekki sem lækningar…

Almennt séð er ég harla ánægður með VG sem stjórnmálaflokkinn minn. Eitt af því­ fáa sem angrar mig við hann er daður sumra þar innan dyra við óhefðbundnar lækningar og hugmyndir um að reyna að koma því­ inn í­ opinbera heilbrigðiskerfið. Sem betur fer hafa það þó aldrei verið meirihlutaraddir.

Jamm.

Join the Conversation

No comments

 1. Það skiptir ekki máli hvað Pétur Tyrfingsson,vantru.is eða aðrir draugabanar leggja sig fram um að berja á kuklurunum, þessi geiri á bara eftir að stækka.

  Ég held við gerum okkur grein fyrir því­.

  Er samt ekki hugsanlegt að með fræðslu hverfi eitthvað af þessu – var DNA heilun ekki drepin í­ fæðingu (hér á landi) með umfjöllun Kastljós á sí­num tí­ma? Ætti ekki að vera hægt að sannfæra flest meðalgreint fólk um að smáskammtalækningar séu bull?

  Ég vonast til þess að ef gagnrýni á kukl er aðgengileg (t.d. á vefnum) leiði það til þess að sumt fólk finni eitthvað annað en söluáróður þegar það reynir að kynna sér málið.

  Svo skil ég ekki af hverju þetta fellur ekki undir neytendamál. Af hverju telst það ekki vörusvik þegar Skipholtsapótek (svo eitthvað dæmi sé tekið) selur fólki remedí­ur til að laga kvilla?

  Hér er svipuð pæling og hjá þér varðandi gamlar og nýjar lækningar, hefðbundnar og óhefðbundnar.

 2. Ég er reyndar sammála mörgu í­ þessu. En vandamálið er það er til fólk sem hunsar lækna og leggur lí­f sitt í­ hendur skottulæknum. Sú tí­ska kuklarana að berjast gegn bólusetningum er að sjálfssögðu stórhættuleg og þá er fólk að leggja börn sí­n en ekki sjálft sig í­ hættu. Það er lí­ka frekar sorglegt að vita til þess að fársjúkt fátækt fólk sé að eyða peningum sí­num í­ þessa loddara.

  Það vantar sárlega að fólk átti sig á því­ hvað læknaví­sindin hafa gert fyrir okkur.

 3. Skemmtileg skrif! En ég er ekki viss um að það sé rétt túlkun að það sé fólkið sem vill gera eitthvað í­ sí­num málum sjálft sem sé lí­klegast til að skoða óhefðbundnar leiðir. Ég tel að það fólk sem vill helst hjálpa sér sjálft og hefur getu og burði til að afla sér upplýsinga, vega þær og meta, sé fólkið sem sé, allajafna, ólí­klegra til að láta kuklarana plata sig.

  Held að aðrir þættir en sjálfsbjargarviðleitni veigi hér þyngra. Svo má ekki gleyma að því­ að heilt sérsvið læknisfræðinnar hefur það einmitt að meginmarkmiði að kæta, sumt fólk telst fyrst „læknað“ þegar það er orðið kátara en það var þegar það leitaði sér aðstoðar. Þessi grein læknisfræðinnar er sú sem glí­mir einna mest við kukl og húmbúkk í­ beinni samkeppni. Og er einnig sú grein sem reiðir sig hvað mest á viðleytni og þátttöku sjúklinganna í­ eigin meðferð. Kenningin um hinn „óhefðbundna innri frið“ á því­ varla við í­ þessu tilviki.

 4. Matthí­as og Óli:
  Get svo sem alveg tekið undir þetta.

  Orri:
  Ég nenni ekki að lenda í­ net-ritdeilu svona í­ seinni hluta vikunnar, svo ég ætla ekki að skrifa það sem ég er þó að hugsa varðandi stöðu sálfræðinnar gagnvart læknaví­sindunum…

 5. Ég er sammála mörgu sem kemur hér fram. T.d. því­ að óhefðbundnar lækningar eigi ekki heima í­ hinu almenna heilbrigðiskerfi. Ég er hins vegar ósammála því­ að allt það fólk sem stundar óhefðbundnar lækningar séu kuklarar, að ekkert af þessu virki og veiti aðeins innri frið þeim sem notar. Ég lagði mitt barn í­ stórhættu og fór með það til hómópata eftir endalausar eyrnabólgur fimm dögum eftir sí­ðasta sýklalyfjaskammt. Það kostaði vissulega marga peninga en það virkaði. Ég trúi ekki á að barnið mitt hafi bara fengið innri frið við meðferðina. Svona sögur af einstaklingum hafa hins vegar lí­tið að segja og er ég alveg sammála Pétri Tyrfingssyni í­ því­ að það þarf að leggja fram almennilegar rannsóknir en ekki endalausar svona sögur. Ég held að óhefðbundnir „læknar“ séu bara misjafnir eins og þessir venjulegu. Sumir heimilislæknar skrifa upp á 600mg í­búfen 4 sinnum á dag við vöðvabólgu aðrir skrifa upp á sjúkraþjálfun og vinna að rótum vandans. Ég er reyndar mjög forvitin að heyra nákvæma lýsingu á meðferð ykkar hómópata á Ólí­nu. Ég hef trú á óhefðbundnum lækningum en geri mér grein fyrir að það sé misjafn sauður í­ mörgu fé. Og með það hlakka ég óendanlega til að fara í­ mí­na fyrstu nálastungu á mánudaginn!

 6. Merkilegt nokk þá sagði enginn hérna (og lí­klega enginn í­ Vantrú) að ekkert af þessu virkaði. Ég myndi hins vegar giska að 95-99% virki alls ekki og það sem virkar gerir það oft af allt öðrum ástæðum en skottulæknarnir halda (til dæmis nálastungur sem hægt er að lesa um á Vantrú).

  Smáskammtalyf hafa hins vegar verið rannsökuð í­tarlega og þau virka ekki. Það má lí­ka lesa um á Vantrú. Þú segir að veikindin hafi staðið lengi yfir áður en þú fórst til smáskammtalæknis. Á þeim tilfellum þá er það yfirleitt þannig að veikindin hafa bara gengið yfir.

  Ég hef þá trú á græðgi lyfjafyrirtækja að ef smáskammtalæknar hefðu lyf við eyrnabólgu sem virkaði þá hefðu þau fyrir löngu farið að framleiða þessi lyf sjálf.

 7. Eflaust er það hluti af skýringunni að veikindin hafi bara gengið yfir. Hann var rúmlega eins og hálfs árs þegar hann fór að fá fyrstu remedí­urnar og þá stórsló strax á eyrnabólgurnar. Hann fékk reyndar eyrnabólgu tvisvar eða þrisvar eftir það með nokkurra mánaða millibili með tilheyrandi veseni og næturgráti. Þá þótti læknum (sem við leituðum alltaf fyrst til) nauðsynlegt að gefa sýklalyf til að slá á bólguna en við ákváðum (sem var erfitt) að prófa frekar að nota remedí­urnar. Það virkaði. Ef svo er að lí­kaminn hafi bara ákveðið að vinna á þessu sjálfur þá er það bara hið besta mál. En það hefði lí­kaminn ekki gert með áframhaldandi eyrnabólga-sýklalyf-fimmdagafrí­ rútí­nu endalaust þar til læknirinn myndi loks samþykkja röraí­setningu. Það gerði hann lí­kaminn þá einmitt af því­ að við prófuðum e-ð annað. Til að jinxa nú ekki heilbrigði barnsins ætla ég ekki að ræða hreysti hans sí­ðan.

 8. Það sem vantar allra helst í­ í­slenska fjölmiðla er ví­sindaritstjórn. Alls kyns þvæla er prentuð og birt í­ ljósvakamiðlum án nokkurrar gagnrýni. Til dæmis birtist á sí­num tí­ma grein í­ Fréttablaðinu þar sem DNA heilun var dásömuð og með fylgdi mynd af heilara sem hélt höndunum yfir „sjúklingi“ sem var vafinn í­ skræpótt sturtuhengi. Öll vitum við hvernig fór fyrir þeirri merku „remedí­u“, en Fréttablaðið gerði þessu jafn-hátt undir höfði og hverri annarri læknismeðferð. Slí­kt er í­ besta falli óábyrgt, í­ versta falli skaðlegt. Ég les USA Today regulega, og meira að segja sá skrýtni fjölmiðill er of vandur að virðingu sinni til að birta fréttir af þessum sölumönnum snákaolí­u – nema þegar þeir eru (réttilega) látnir standa reikniskil gjörða sinna fyrir dómi.

 9. Þeir sem stunda óhefðbundnar lækningar gera það helzt í­ forstofuherbergjum. Þar er aldrei skiptst á kennitölum og ekki gefnar út nótur. Reyndar er það eins og með vændið. Ef innheimtur og greiddur er Vaskur þá er rí­kið aðili að málinu. Kuklari og hóra.

 10. This is often a very smart browse on behalf of me, Should admit that you are one in every of the best bloggers I ever saw.Thanks for posting this informative article. I have always had a tendency to spoil my kids, and one way that I have done that was providing cable television with practically every channel known to man.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Stefán Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *