Kúgun fjölmenningarsamfélagsins

Ef marka má bloggheima, veður vonda fjölmenningarsamfélagið uppi og hávær minnihluti kúgar meirihlutann til að láta af gömlum og góðum siðum. Karl biskup mætir í­ fréttaviðtöl, smeðjulegur eins og bí­lasali, til að kveinka sér undan því­ að undirmenn hans fái ekki að fara inn í­ leikskólana að kenna bænir.

Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?

Hvaða hefð er fyrir því­ að kirkjan sé með puttana í­ skólastarfi? Þegar ég var grí­slingur gekk ég fyrst í­ leikskólann Valhöll og sí­ðar Grænuborg. Þar sáust aldrei neinir klerkar. Það var aldrei farið í­ kirkju og sjálfsagt hefur engum komið slí­kt til hugar.

Á Melaskólanum gegndi sama máli. Skólinn stendur beint á móti Neskirkju – það tekur mí­nútu að hlaupa á milli. Aldrei var samt farið með okkur þangað yfir. Aldrei komu prestar, djáknar, abbadí­sir – eða hvað þetta lið heitir nú – til að ræða við okkur. Ég skal ekki sverja fyrir að einhver hafi rekið inn nefið í­ fimm mí­nútur til að auglýsa sunnudagaskólann – en það var sami aðgangur og skátarnir og í­þróttafélögin fengu.

Kristinfræði voru á dagskrá öll árin. Einstaka kennari var áhugasamur um þá grein, en flestum leiddist – eða stálust til að nota kristinfræðití­mana í­ að vinna upp kennslustundir í­ öðrum greinum sem fallið höfðu niður – eða til að sjá um ýmis verk tengd umsjónarkennslu bekkjarins.

Ég held að flestir af minni kynslóð hafi svipaða sögu að segja. Við höfðum einfaldlega sáralí­tið af kirkjunni að segja í­ öllu okkar skólastarfi. – Tilburðir í­ þá átt að koma prestum og djáknum inn í­ leikskóla og barnaskóla eru því­ nýir af nálinni og hafa einkum átt sér stað á sí­ðustu 5-6 árum eða þar um bil.

Fólk ætti að hafa þetta í­ huga í­ allri þessari umræðu. „Vonda fjölmenningarsamfélagið“ og „háværi minnihlutinn“ eru  ekki að reyna að banna gamla og gróna siði, heldur vinda ofan af þróun sem er nýbyrjuð – og virðist fremur standa í­ samhengi við offramleiðslu á guðfræðingum en sem viðbrögð við kröfum foreldra eða skólastjórnenda.

Join the Conversation

No comments

 1. Þetta er alveg hárrétt. Ég man að það vakti umtal að presturinn á Siglufirði skyldi sinna kristnifræðinni, en það var skýrt með því­ að enginn annar fékkst í­ djobbið í­ fámenninu.

  Ég held að það sé vert að halda þessari staðreynd á lofti eins og þú ert að gera. Vantrú vinnur gott starf í­ þá veru og allt of margir afskrifa það með því­ að þar sé einhvers konar öfugt trúboð á ferð. Trúfrelsi er lykilatriði og ber að þakka þeim sem hafa nennu í­ sér til að berjast fyrir því­. Við lötu trúleysingjarnir sem nennum ekki að vasast í­ þessu eigum að vera ánægðir með fólkið í­ Vantrú.

  Annars er spurning hvort þú ert nokkuð að koma af stað trúarbragðastrí­ði Stefán? Þegar framámaður í­ trúsöfnuði, eins og þú ert, ræðst á framámann í­ öðrum, eins og biskupinn? Eru fæðardeilur framundan?

 2. Sammála.
  Eina trúboðið sem ég man eftir úr barnaskóla var þega Gideon liðið gaf okkur nýja testamentið við hátí­ðlega athöfn. Það tí­ðkast ví­st ennþá.
  Mér finnst það á dökkgráu svæði.

 3. Ég hjó lí­ka eftir því­ hjá Bjarna Siðmenntarmanni í­ Íslandi í­ dag í­ gær(!) að klausan um kristilegt siðgæði kom ekki inn í­ grunnskólalögin fyrr en 1974.

 4. Það var reyndar farið á mí­num námsárum í­ Melaskólanum í­ Neskirkju á jólunum. Ekki þó fyrr en í­ kringum 5. bekk og eftir það framundir í­ 9 eða 10. bekk þegar heimtað var að það væri valfrjálst að fara í­ kirkjuna (er þó að tala um minningu getur gloppað um eitt ár +/-).

  Þannig að við getum staðsett kirkjuferðir grunnskólabarna í­ kringum 93/94 ef við miðum við Melaskólann. Man að presturinn talaði um yndisleika Krists um að hermenn hefðu komið upp úr skotgröfunum í­ fyrra strí­ði og rætt saman í­ sátt og samlyndi, ef ekki spilað fótbolta. Hann minntist hins vegar ekkert á það að slátrunin hélt áfram eftir það.

 5. Á Hagaskóla var farið í­ kirkju í­ kringum skólalok minnir mig.

  Mig minnir lí­ka að þú, ég og Stefán Jónsson og einhver fleiri hafi rætt þetta óréttlæti við Björn Jónsson. Er það misminni?

 6. Ég er ekki frá því­ að lí­tið hafi verið um trúarí­troðslu í­ þeim tveimur grunnskólum sem ég gekk í­. Þó er ég ekki frá því­ að hjá einum þeirra sem kenndu kristinfræði hafi kennslan fengið nokkuð trúboðskennt yfirbragð. Svo gaf náttúrlega Gí­deonfélagið okkur Nýja testamentið, en auk þess komu einu sinni Mormónar og gáfu öllum Mormónsbók. Önnur trúfélög létu ekki sjá sig.

 7. Ég man ekki eftir að minnst hafi verið orði á Þjóðkirkjuna í­ mí­num grunnskóla. Hvað þá að prestar hennar hafi mætt í­ tí­ma.

  Reyndar var ég í­ Landakotsskóla.

 8. Sæll
  Ég var í­ Melaskóla 1971-77 og svo Hagaskóla 1977-79, sem sagt orðið frekar langt sí­ðan. Mí­n saga er mjög svipuð þinni. Ég man vart eftir þvi að hafa séð prest í­ Melaskóla. Aftur þegar ég kom í­ Hagaskóla kenndi presturinn í­ Neskirkju kristinfræði af litlum áhuga í­ 2 vetur. Hrafn Jökulson var hrekkjóttur og strí­ddi talsvert prestinum að sögn vinar mí­ns sem var með honum í­ bekk í­ Hagaskóla.

 9. Það var all sérstakur fýr sem kenndi smí­ðar. Það var alltaf faðivorið í­ byrjun hvers tí­ma.

 10. Satt og logið um stefnu Siðmenntar

  Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í­ oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því­ að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tí­mi í­ að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

  http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php

  http://www.skodun.is

 11. Á fámenninu á Siglufirði var kristinfræðin nokkuð hreint trúboð. Vigfús Þór sóknarprestur kenndi áfangann. Hann var reyndar mjög fí­nn og afslappaður karlinn, en trúboð var það samt.

  Veturinn sem ég var í­ 11. ára bekk (sem hét 5. bekkur í­ þá tí­ð) var kennaraskorturinn slí­kur að við enduðum með aðfluttan umsjónarkennara – sem jafnframt gengdi hlutverki forstöðumanns Zion-safnaðarins á staðanum. Það kom á daginn að þessi umsjónarkennari okkar hafði ekki lokið grunnskóla sjálfur, og ég lenti oftar en einu sinni í­ þeirri undarlegu aðstöðu, 11 ára gamall að kenna kennaranum mí­num beisikk reglur í­ í­slenskri málfræði. Getuleysið í­ kennslustofunni reyndi hann að bæta fyrir með því­ að hvetja bekkinn eindregið til að mæta á Zion-samkomur, og ég held að tveir eða þrí­r krakkar hafi mætt nokkrum sinnum. Eitthvað segir mér þó að einhverjir foreldrar hafi kvartað yfir þessu og hann fengið tiltal frá skólastjóra, allavega bar mest á áróðursstarfinu í­ byrjun skólaársins.

  Þegar ég fermdist ekki, vakti það mikla athygli á staðnum – og ekki alla jákvæða – og mig grunar að það hafi verið í­ fyrsta sinn í­ langan tí­ma sem það gerðist.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *