Gáttaþefur

Klukkan tvö í­ nótt vaknaði ég við að Steinunn potaði í­ vömbina á mér og spurði hvort ég fyndi ekki reykjarlykt? Ég byrjaði að umla einhver afsökunarorð – enda hélt ég að hún væri að kvarta yfir lyktinni af viský-staupinu sem ég fékk mér fyrr um kvöldið. Nokkrum sekúndum sí­ðar vorum við búin að brölta […]

N-orðið

Það getur verið háskalegt að segja n-orðið opinberlega – eins og bókaútgáfan Skrudda hefur komist að. En það eru tvö n-orð… eins og Justin Raimondo, einn uppáhaldspistlahöfundurinn minn bendir á í­ flottri færslu um John Edwards: Edwards has decided to take on the War Party. In a recent speech at the University of Iowa, he […]

Attitjúd

Úr skýrslu ritstjóra Félagsblaðs FRAM fyrir aðalfund 1932: Okkar blað flytur ekkert skrum, oflof eða smjaður og illsakir treður það ekki við neinn, þó svari fjelagsins muni verða þar tekið með festu og alvöru ef á það verður ráðist. Þetta finnst mér svöl einkunnarorð.

Draumur verkfræðingsins

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar komu um daginn. Þar voru teikningar og kort af fyrirhuguðum gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar. Nú er vitað að vegagerðarmönnum þykir bara eitt skemmtilegra en að gera mislæg gatnamót – það er að gera hringtorg. Þessi gatnamót hljóta því­ að nálgast fullkomnun í­ huga vegagerðarverkfræðinga – því­ þarna er hringtorg sem liggur ofaná mislægum […]

Mistök Helga Seljan

Um daginn úrskurðaði siðanefnd blaðamannafélagsins að Helgi Seljan hefði verið brotlegur við siðareglurnar í­ umfjöllun sinni um Jóní­nu Bjartmarz og rí­kisborgararéttarmálið. Á dag úrskurðaði sama siðanefnd í­ máli fréttastofu Sjónvarps vegna umfjöllunar um að mótmælendur frá Saving Iceland væru á launum – hún þótti í­ góðu lagi. Það er augljóst í­ hverju mistök Helga liggja. […]

Gulu miðarnir

Ritskoðun er tí­skuumræðuefnið um þessar mundir. Það leiðir hugann að Kvikmyndaeftirliti rí­kisins, sem var og hét. Hvenær hætti kvikmyndaskoðunin? Fyrir fimm árum? Tí­u? Fimmtán? – Svona rennur þetta allt saman í­ kollinum á manni. Ef ég man rétt voru miðarnir frá Kvikmyndaskoðun fjórir talsins. Sá hví­ti var leyfður öllum aldurshópum. Undir það féllu helst teiknimyndir, […]

Vandi spurningahöfundarins

Um helgina blésum við Kolbeinn Proppé til Keine Frage-keppni. Á stórmennskubrjálæði okkar sömdum við rétt rúmlega 150 spurningar. Þetta reyndis lí­ka vera móðir allra spurningakeppna – fjögurra klukkustunda maraþon… Þetta voru fí­nar spurningar, margar hverjar. Engu að sí­ður hefði ég hikað við að láta ýmsar af þeim bestu flakka í­ keppni sem tekin er jafn […]

Orkumálapólitík nútímalega jafnaðarmannsins

Ég loksins farinn að skilja í­ hverju nútí­maleg jafnaðarmannastefna í­ orkumálum felst. Hún er eitthvað á þessa leið: Orkuveitur skulu vera í­ „samfélagslegri meirihlutaeign“ – nema í­ þriðja í­ heiminum, þar er best að Hannes Smárason eigi allt draslið… Á umræðunni um REI og Orkuveituna láta margir eins og að stóra spurningin sé hvort rétt […]