Jæja, þá er komið að því! Nú skal efnt til stjórnmálagetraunarinnar 2008 – en úrslit í henni verða (eðli málsins samkvæmt) ekki tilkynnt fyrr en á gamlársdag að ári. Athugið: Ekki er ætlast til þess að svarað sé í athugasemdakerfið – heldur með því að senda póst á netfangið skuggabaldur @ hotmail. com – Skilafrestur …
Monthly Archives: desember 2007
Mistök rithöfundarins
Á Fréttablaðinu í morgun er klausa um rithöfund sem hótaði víst að hætta að blogga ef hann seldi ekki tiltekið upplag af bókinni sinni. Þetta var hugsað sem góðlátleg hótun til vina og vandamanna. Mér dettur í hug margir bloggarar sem gætu gripið til þessa ráðs – undir öfugum formerkjum þó – þ.e. með því …
Kaþólskari en páfinn
Það er merkilegt hvað ungir íslenskir hægrimenn geta verið dyggir varðhundar fyrir Margrét Thatcher og pólitíska arfleið hennar – og eru þar mun harðvítugri en Bretar sjálfir. Ungur hægrimaður, Hans Haraldsson, gerir gamlan pistil eftir mig að umtalsefni á síðunni sinni. Meðal þess sem hann gagnrýnir mig sérstaklega fyrir, er að halda fram þeirri fásinnu …
Klóak
Jón ömmubróðir minn er búinn að taka saman skemmtilegt kver með ýmsum upplýsingum um forfeður okkar og -mæður. Þar kemur t.d. fram að Þóra Jónsdóttir (langömmusystir mín og fyrsta menntaða hjúkrunarkona landsins) var mikill töffari – og lét koma fyrir fyrstu skólplögninni á ísafirði. Langafi – sem ég man eftir sem smákrakki – var í …
Helv. Valsmenn
Við feðgarnir mættum á leik Vals og Fram í úrslitum deildarbikarsins. Þar rifjaðist einu sinni enn upp hvers vegna mér er svona illa við að tapa fyrir Valsmönnum. Urgh! # # # # # # # # # # # # # Luton áfrýjaði einu rauðu spjaldanna úr síðustu umferð. Dómstóllinn brást við með því …
Orð í tíma töluð
Hrós dagsins fær Pétur Rassmusen, sem gerir í Mogganum í dag enn eina tilraunina til að uppræta þann misskilning að „ligeglad“ merki á dönsku að vera alltaf kátur og gúddí fíling. Þetta er alltaf jafnhvimleið villa hjá Íslendingum.
Húsvarsla
Hún var sérkennileg sjónvarpsfréttin í kvöld af hrelldum íbúum fjölbýlishúss við Austurbrún. Rumpulýður virðist hafa farið um gangana, sparkað í hurðir, hent frá sér logandi sígarettum og látið dólgslega. Sögunni fylgdi að óreglufólk byggi í húsinu. Þetta slæma ástand var rakið til þess að enginn húsvörður væri í húsinu. Þegar leið á fréttina var svo …
Bandaríkjahatur
Ræða Höllu Gunnarsdóttur sem flutt var í lok friðargöngunnar á Þorláksmessu er loksins komin inn á Friðarvefinn. Það mun væntanlega ekki kæta Egil Helgason, sem lætur friðargönguna fara í taugarnar á sér. Um daginn skrifaði hann e-ð á þessa leið: „Vandinn við þessar göngur er að þetta er allt á einn veginn, gamla Bandaríkjahatrið.“ Á …
Ivanov
Fórum á sýningu Þjóðleikhússins á Ivanov í kvöld. Ég skemmti mér vel – en það er ekkert að marka, ég ver nefnilega svo sjaldan í leikhús að ég heillast jafnvel af billegustu trixunum. Er enn að melta sýninguna. Sumt var mjög vel gert. Hilmir Snær var mjög góður og Ólafur Darri kostulegur í sínu hlutverki. …
Magnað!
Luton náði jafntefli gegn Bristol Rovers, 1:1, á útivelli. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að við misstum mann útaf eftir 16 mínútur og lentum í kjölfarið undir. Eftir 42 mínútur kom önnur brottvikningin. Snemma í seinni hálfleik jöfnuðum vil. Þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka fékk þriðji Luton-maðurinn rauða spjaldið – …