Join the Conversation

No comments

  1. Ég rakaði af mér tæplega þriggja mánaða skegg um daginn. Ég held að fólk hafi alltaf verið að rugla mér saman við einhvern; ég veit ekki hvern, en mig grunar Guð almáttugan.

  2. Eða, að minnsta kosti hitti ég einn kunningja minn á Laugaveginum um daginn og þegar hann sá mig fórnaði hann höndum og hrópaði upp yfir sig: „Guð minn almáttugur, ert þetta þú?“

  3. Ég stóð einu sinni í­ klósettröð á Sirkus við hliðina á Bibba Curver og það kom einhver fullur maður upp að honum og sagði „Þú ert snillingur! Myndasögurnar þí­nar eru schniiiilld!“.
    Bibbi varð augljóslega svolí­tið ringlaður við að heyra þetta en eftir stutta stund svaraði hann, pirraður: „Ég er ekki Hugleikur Dagson!“

  4. Ég tók reyndar eftir því­ þegar við hittum Arnar Eggert í­ Máli og menningu að þið erum doldið lí­kir þegar þú ert með þetta skegg. En ég tek undir með Jóhönnu – meðan það er þú sem skilar þér heim í­ lok vinnudags er ég nokkuð sátt…ekki það að Arnar er örugglega vænsti drengur.

  5. En án skeggsins myndi fólk vafalaust telja að John Belushi væri risinn uppúr sinni eigin 80´s áfengis/kókaí­n ælu

  6. Ef ég man rétt var þér ruglað saman við Jóhann Benediktsson sýslumann skegglausum, ég held að Arnar Eggert sé miklu skárri kostur. En annars virðast menn með skegg allir vera eins, ég er iðulega spurður hvort ég sé ekki örugglega bróðir Mugisons eða að minnsta kosti náskyldur honum á þessum árstí­ma – við nánari skoðun sést náttúrulega að hann er bæði sætari og skemmtilegri.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *