Ingibjörg Sólrún, ég mana þig!

Á hugum a.m.k. sumra krata var það Jón Baldvin sem prí­vat og persónulega leysti upp Sovétrí­kin með því­ að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsrí­kjanna. Fyrir vikið var ví­st einhver gata í­ Vilnius nefnd „Hannibalsstræti“ eða e-ð álí­ka.

Hérna er komið tækifæri Ingibjargar Sólrúnar til að feta í­ fótspor JBH: Lakota lýsir yfir sjálfstæði!

Ef utanrí­kisráðherra Íslands rí­ður á vaðið og viðurkennir frjálst Lakota – og stuðlar jafnvel að hruni Bandarí­kjanna, þá væri sess hennar í­ sögubókum framtí­ðarinnar tryggður.

Ingibjörg – nú er tækifærið!!!

Join the Conversation

No comments

  1. Mér skilst að gatan sé torg og að torgið sé hringtorg. Ég hef reyndar ekki aðrar heimildir frá þessu aðrar en þær að þriðji aðili hafði þetta eftir krötum sem heimsóttu Vilnius. Þeir fóru til þess að ganga götuna sem kennd er við leiðtoga lí­fs þeirra en óku í­ staðinn í­ kringum hringtorgið.

  2. Það er Íslandsgata í­ Vilnius. Man ekki hvort hún er hringtorg, en hún er rétt hjá minnismerkinu um Frank Zappa sem enginn skilur alveg af hverju er í­ borginni. Skv hinni ágætu gædbók Vilnius in your pocket:

    And people say: Why?

    And his fans say: Why not?

  3. Af hverju bara Lakota? Hægrimenn styðja ísraelsrí­ki með ráðum og dáð þótt gyðingarnir hafi flutt á brott frá Palestí­nu fyrir þúsund árum. Mér sýnist á öllu að indjánar eigi mun meiri rétt á sí­nu landi en bleiknefjarnir sem einungis hafa búið á hlutum lands þeirra í­ hálft árþúsund og ví­ða mun skemur en það. Svo getum við skilað Texas aftur til Mexí­kó og G. Dobbljú Bush má gjarnan fljóta með. Á versta falli má gera það aftur að sjálfstæðu rí­ki eins og var 1836-1845 (og þó, það yrði þá verstu rí­kjum þar sem mannréttindi væru fótum troðin)

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *