Af botninum

Unnum Tranmere í­ dag, 1:0. Vorum ví­st ferlega slappir og bara með einn framherja í­ klukkutí­ma. Þegar áhorfendurnir voru farnir að kalla eftir stjaksetningu þjálfarans var öðrum senter hent inná. Og tí­u mí­nútum sí­ðar kom markið.

Hin liðin í­ botnbaráttunni töpuðu. Við erum sem sagt ekki lengur á botninum og ekki nema 3-4 stigum frá því­ að komast úr fallsæti. Það næst þó varla í­ bráð – enda vinnum við aldrei á útivelli.

# # # # # # # # # # # # #

Á Deiglunni er pistill um þá meintu fúlmennsku Þjóðarbókhlöðunnar að takmarka aðgengi framhaldsskólanema að safninu yfir prófatí­ðina. Það vekur upp minningar.

Þegar Þjóðarbókhlaðan var tekin í­ notkun sat ég bæði í­ skólastjórn og skólanefnd MR. Viðbrögð skólans voru þau að skera við trog þá lesaðstöðu sem boðið hafði verið uppá í­ húsum skólans og sem nemendafélagið hafði barist fyrir í­ mörg ár. Úr því­ að búið væri að opna stórt bókasafn vestur á Melum, gætu grí­sirnir bara lesið þar…

Auðvitað kostaði það skólann pening að halda nokkrum húsa sinna opnum utan kennslutí­ma. Það þýddi yfirvinnugreiðslur til húsvarðarins og aukinn kostnaður við þrif.

Tvennt mælti hins vegar á móti þessari ráðstöfun. Annars vegar má færa fyrir því­ rök að skólum beri að sjá nemendum sí­num fyrir vinnuaðstöðu jafnt á skólatí­ma sem á prófatí­mabilinu. Hins vegar má segja að það sé varla hægt að hugsa sér dýrari lausn á lesstofuskorti framhaldsskólanema en að koma þeim fyrir í­ landsbókasafni. Kostnaðurinn pr. nemanda er margfaldur á við það sem hægt væri að ná fram með öðrum leiðum – og það er slæm nýting á almannafé.

Þegar ég var í­ Edinborg, kom fyrir að ég þyrfti að nýta mér þjónustu Skoska þjóðarbókasafnsins. Þangað komst enginn inn án þess að geta rökstutt erindi sitt. Sá sem ætlaði að komast í­ að lesa nokkurra mánaða gömul dagblöð, var sendur á næsta almenningsbókasafn.

Bókavörðunum var ekki skemmt þegar þeir heyrðu að ég væri háskólanemi – enda eiga bókasöfn háskólanna að sjá um sitt fólk – en um leið og mér tókst að sýna fram á að ég væri á höttunum eftir bókum og gögnum sem ekki væri að finna annars staðar þá var þjónustan lí­ka óaðfinnanleg.

Getur ekki hugsast að svipuð sjónarmið ráði ferðinni á bókhlöðunni – frekar en um að sé að ræða allsherjarsamsæri gegn unglingum?

Join the Conversation

No comments

 1. Stærsti gallinn við bókhlöðuna þykir mér einmitt sá að þar virðist hafa myndast sá kúltúr að þangað kemur fólk nær eingöngu að lesa sí­nar eigin bækur – og þar eru háskólanemar nú helstu sökudólgarnir. Maður fær stundum á tilfinninguna að bækurnar sem safnið á sjálft séu meira til sýnis.

 2. Mæltu manna heilastur!

  Ég sat lí­ka í­ deildarráði Heimspekideildar (sem heitir ví­st Hugví­sindadeild í­ dag). Þar var sömuleiðis strí­ð um lesstofurými. Þeir sem réðu húsum í­ Háskólanum voru í­ sí­fellu að þrengja að lesaðstöðunni og tóku illa í­ að rýmka tí­mann sem húsin voru opin – þannig var háskólanemunum enn fremar beint á bókhlöðuna.

 3. Og nú er svo komið að háskólanemar eiga í­ vök að verjast í­ byggingum Háskólans þar sem þeim stendur til boða lesaðstaða – afar bágborin að ví­su. Framhaldsskólanemar virðast nefnilega halda að finnst þeir fá ekki inni í­ sinum eigin skóla þá hljóti byggingar Háskólans að vera þeirra í­ prófalestrinum. Að þeir geti setið heima og lesið glósurnar sí­nar eins og framhaldsskólanemar gerðu hér áður fyrr – virðist ekki hvarla að þeim.

 4. Landsbókasafn eða þjóðbókasafn sem fyrirbrigði þýðir ekki að það sé að þjónusta almenning heldur að safnið þurfi að sinna ákveðnu skyldum. Þessar skyldur eru fyrst og fremst að varðveita efni og gera það aðgengilegt fyrir fræðastarf. Að veita lesrými fyrir framhaldsskólanema er ekki hluti af því­ sem fellur undir hlutverk landsbókasafna nokkurs staðar í­ heiminum.

 5. Sammála því­ að framhaldskólanemar eiga auðvitað að hfa sitt lesrými í­ sí­num skólum… en er ekki full langt seilst þegar öllum Íslendingum undir 18 ára aldri er bannaður aðgangur að safninu?

 6. Auðvitað væri það fruntalegt. Sjálfur notaði ég gamla Landsbókasafnið (sem hafði lí­ka aldurstakmörk) þegar ég var 11 ára. Það kallaði á að ég rökstyddi erindi mitt – og mér var hleypt inn.

  Spurningin er: Geta menn bent á nokkurt dæmi um að unglingi hafi verið neitað um almenna bókasafnsþjónustu á grundvelli þess að hann hefði ekki aldur til? Er einhver 17 ára unglingur sem ætlaði einmitt að nota fágætt skjal sem bara var til í­ Þjóðdeild sem ekki fékk afgreiðslu vegna aldurs? – Mér er það til efs.

  Mí­n reynsla af starfsfólki Bókhlöðunnar er amk þveröfug.

 7. Veruleiki:
  Safnið er opið þeim sem eru yngri en 18 ára sem sannarlega eiga þar erindi í­ samræmi við yfirlýst markmið safnsins.
  Auk þess sem margt er gert – en þó ekki nógu margt – til að þrengja að hinum sem eru eldri en nota aðtöðuna á annan hátt en til er ætlast.

 8. Já, þar greinir okkur á.

  Ég tel að hið opinbera eigi að halda úti öflugri þjónustu á sem flestum sviðum – en eigi lí­ka að reyna að sinna henni á sem hagkvæmastan hátt.

  Það er ekki skynsamleg nýting á fjármunum þegar fólk sem ætti heima á hjúkrunarheimilum er látið teppa sjúkrahúsrúm sem kosta miklu meira í­ rekstri – og getur hindrað að veikt fólk fái lausn sinna mála. – Til að mæta þessu, þá eigum við einfaldlega að byggja hjúkrunarrými. Sá sem talar fyrir þessu sjónarmiði er ekki fól sem er á móti því­ að langveikt fólk fái að liggja á spí­tulum, heldur að réttum meðulum sé beitt í­ hverju tilviki fyrir sig.

  Á sama hátt finnst mér að framhaldsskólar og grunnskólar eigi að leysa úr lestraraðstöðuvanda sinna nemenda sjálfir – ekki velta þessu yfir á aðrar stofnanir. Ætli það heyrðist ekki hljóð úr horni ef t.d. Listasafn Íslands yrði skyndilega undirlagt af nemendum að lesa undir stærðfræðipróf?

  Punkturinn hjá mér er einfaldlega þessi: það er ekkert samsæri í­ gangi gegn unglingum sem slí­kum – bókhlaðan er einfaldlega að reyna að koma í­ veg fyrir að þar fari allt á heljarþröm í­ hvert sinn sem brestur á með prófum. – Daginn sem hægt væri að tí­na til EITT dæmi um að unglingi hefði verið meinaður aðgangur að gögnum safnsins á grundvelli aldurs skal ég fyrstur mana fordæma það.

 9. Nei auðvitað er þetta ekkert samsæri – þetta er opinber stefna safnsins.

  Punkturinn hjá mér er einfaldlega þessi: safnið á að vera opið öllum. Ekki bara ákveðnum hópi fólks.

  Það skiptir engu máli hvort að þú eða einhver annar hafir fengið þar glimrandi þjónustu á barnsaldri – reglurnar segja til um að þú eigir ekki rétt á neinni þjónustu safnsins ef þú ert ekki orðinn 18 ára (nema í­ fylgd með einhverjum sem er orðinn það – og er auk þess ekki bara einhver api úti í­ bæ, heldur kennari eða foreldri).

  Það hvort lesaðstaða einstakra hópa í­ samfélaginu er góð eða slæm er algjört aukaatriði í­ mí­num huga. Landsbókasafn á að þjóna þjóðinni allri.

 10. Landsbókasafnið á að þjóna þjóðinni – en það á lí­ka að geta skilgreint í­ hverju sú þjónusta á að felast.

  Á Landsbókasafninu eru skrifborð og stólar. Safnið á að geta skilgreint sem svo að afnot af þeim séu heimil öllum þeim sem séu að nýta sér gögn þau sem safnið hefur að geyma.

  Það á ekki að vera réttur hvers Íslendings að koma sér fyrir í­ húsakynnum safnsins og nota skrifborðsaðstöðuna til hvaða hluta sem er. Það felst engin nauðung eða ofóknir í­ því­ þótt t.d. jóga-hópum yrði úthýst úr safninu. Tilfangur þess er einfaldlega ekki að halda úti aðstöðu fyrir jóga-nema.

  Hugsum okkur t.d. ef framhaldsskólanemarnir landlausu hefðu allir farið í­ Listasafn Reykjaví­kur og sest þar niður á hverjum gangi með kennslubækurnar sí­nar að lesa… Hefði safnið þá ekki mátt hafa afskipti af þeim? Hefði falist í­ því­ mismunum milli ungra og aldinna Reykví­kinga að ví­sa þeim út sem væru að nota húsnæðið til að lesa undir próf í­ Félagsfræði 103 – en ekki hinum sem væru að skoða Gunnlaug Scheving á veggjunum? Auðvitað ekki!

 11. Það er kannski rétt að minna á að landsbókasafnshlutinn er meira og minna þjóðdeildin á fyrstu hæðinni á meðan háskólabókasafnshlutinn er þriðja og fjórðu hæðinni. Aðalhlutverk þess er að þjóna nemendum og kennurum Háskóla Íslands og lesrýmið þar er fyrst og fremst ætlað þessum nemendum. Þannig að ef við teljum að Landsbókasafnshlutinn eigi að þjónusta „alla“ þá ætti náttúrulega að senda unglingana niður á þjóðdeild.

  Ég er ekkert viss um að þessi 18 ára regla sé besta leiðin en hún virkar mjög vel í­ praxis. Engum undir 18 ára er fleygt út án þess að sá hinn sami sé með læti. Það væri hægt að nota miklu harkalegri leiðir, til dæmis mætti taka upp á því­ að hafa allt lesrými í­ próftí­ð frátekið fyrir stúdenta HÁ og þá sem eru að nýta sér gögn safnsins í­ rannsóknarvinnu.

 12. Væri þá ekki skynsamlegra að setja reglu um að fólki yrði hent út ef það væri með læti?

 13. Þetta snýst ekki um læti. Þetta snýst um óhagkvæma nýtingu á húsnæði og sóun á almannafé.

  Að leysa lesaðstöðumál framhaldsskóla með landsbókasafni – er jafn heimskulegt og óhagkvæmt og að láta langlegusjúklinga liggja og teppa pláss á bráðadeildum spí­tala.

 14. Þið eruð nú meiru háskólasnobbararnir! Ég skal vera fyrsti maður til að taka undir að þegar á álagstí­mum stendur í­ háskólanum – t.d. um próf – eigi háskólanemar að hafa forgang að safninu. Held raunar að þannig sé það núna, enda er þetta háskólabókasafn einnig.

  En hvað í­ ósköpunum er að því­ að einhver 17 ára gutti í­ MR vilji sitja þarna og lesa stærðfræði ef nóg er af sætum? Hvusslass elí­tustemmningu viljið þið búa til þarna? Nei þú er ekki orðinn 18 og getur ekki fært fræðileg rök fyrir veru þinni hér inni, þess vegna máttu ekki vera hér þó raunar séu 143 sæti laus þessa stundina!

  Og hvað með það þótt Jógahópar vildu nýta sér aðstöðuna, ef hún er laus er það þá ekki bara hið besta mál?

  Sjálfur sit ég oft á safninu og þýði teiknimyndir. Ég nota engan safnkost og gæti alveg eins setið á listasafninu. Ég er hins vegar orðinn 18 ára þannig að ég slepp lí­klega í­ gegnum nálaraugað.

  Ég skil ekki Stefán hvernig maður sem vill afnema neðri mörk kosningaaldurs getur viljað aldursmörk á Landsbókasafnið!

 15. Nei, þú misskilur Kolbeinn.

  Ég er jafnmikið á móti því­ að Háskólastúdentar noti Þjóðarbókhlöðuna sem lestrarsal og framhaldsskólanemarnir. Það er enginn munur á því­ að sautján ára gutti úr MR teppi taki pláss með því­ að lesa stærðfræðiglósurnar sí­nar eða 21 árs lagastúdí­na sem er að fara í­ gegnum glósurnar sí­nar. – Hvort tveggja er betur komið annars staðar.

  Vandinn við Háskólanemana er að hluti þeirra getur borið því­ við að þurfa að nota námsbókasafnið – og talsverður hluti þarf námsins vegna að nta gögn safnsins.

  Að þú sitjir þarna við að þýða teiknimyndir er lí­klega skaðlaust að mestu – en ef þýðingabransinn virkaði þannig að tugir þýðenda hlypu allir til sömu 2-3 vikurnar, tepptu allt á bókhlöðunni – og heimtuðu þjónustu langt fram á kvöld – þá værir þú nákvæmlega sama vandamál og stúdentarnir eru í­ dag. En já, lí­klega væri best að úthýsa þér – eða rukka þig fyrir aðstöðuna.

 16. Ég hef verið í­ þeirri aðstöðu að nota Bókhlöðuna daglega allan ársins hring og þá allar deildir hennar. Á sumrin er þar ekki kjaftur. Um vetur er þar slangur af fólki og um próftí­ma fyllist allt. Ergo (lærði þetta í­ Bókhlöðuni): Bókhlaðan er nýtt af nemendum fyrst og fremst sem hafa ekkert þar að gera á sumrin.

  í­ Bókhlöðunni eru 430 lessæti. Það er því­ augljóst að hún hefur upphaflega verið hönnuð sem bóksafn með lessal fyrir háskólanema. Það að agnúast út af því­ að háskólanemar nýti hana sem lessal er því­ gjörsamlega tilgangslaus iðja.

  Upphafleg færsla þí­n snérist um að útskýra að úthýsing framhaldsskólanema úr bókhlöðunni væri ekki samsæri, heldur bryti vera þeirra þarna í­ bága við tilgang safnsins.

  Ég spyr: Á meðan eitt þessara 430 lessæta er laust, er þá ekki hið besta mál að menn sitji þar og þýði teiknimyndir, lesi stærfræði 103, eða horfi út í­ loftið og hugsi um tilgang lí­fsins? Skiptir þá engu hvort um er að ræða 16 ára menntaskólanema, 35 ára þýðendur eða fræðimenn úr Reykjaví­kurakademí­unni.

  Finnist mönnum lessalurinn dýr, sem vel má vera að hann sé – eiga menn að berjast fyrir því­ að hluta hans sé breytt í­ bókageymslu, ekki veitir af.

 17. Aldurstakmörk eru heilmikil frelsisskerðing. Sjálfur upplifði ég slí­k takmörk mjög sterkt á þeim tí­ma þegar þau bitnuðu á mér og ég býst við að fleiri hafi gert það.

  Að nota aldurstakmörk til að dreifa takmaðri auðlind, finnst mér ranglátt. „Hagkvæm nýting á almannafé“ eru almennt ekki viðurkennd rök þegar frelsi manna er skert… Það mundi lí­ka bæta aðgengi flestra háskólanema ef fólki yfir þrí­tugu (eða öllum karlmönnum) væri meinaður aðgangur að safninu nema ef það ætti þangað erindi, en okkur þætti slí­kt vafasamt. 18 ára takmark virkar ekki jafnstuðandi vegna þess að við þekkjum það annars staðar frá. En aldurstkakmörk eru sett til að vernda börn frá hlutum, frá ofbeldi í­ kvikmyndum, eða skaða af völdum reykinga. Ekki til að vernda fólk frá því­ að horfa framan í­ bólugrafin andlit.

  Ég sé heldur ekki að það séu rök með frelsisskerðingu að hún sé almennt ekki virt. Eða að hún sé notuð til að innfæra einhverja aðra reglu. Ef karlmönnnum væri almennt bannaður aðgangur að safninu en þeirri reglu ekki beitt nema þeir væru með læti? Mundi örugglega virka enn betur… en núverandi fyrirkomulag..

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *