Stóllinn

Friðargangan tókst vel í­ dag. Á minningunni var alltaf rok og rigning í­ þessum göngum þegar ég var barn, í­ seinni tí­ð er eins og veðrið hafi yfirleitt verið með besta móti.

Hugvekja Höllu í­ lok göngunnar var fí­n. Hún mun birtast á Friðarvefnum einhvern næstu daga.

Einhverra hluta vegna rifjaðist upp fyrir mér gömul Múrgrein sem ég skrifaði fyrir tæpum fimm árum.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn fór í­ „stólnum“ í­ gönguna. Það má segja að núorðið sé hjólastóllinn ekki dregin fram nema í­ þetta eina skipti á árinu – það er óskandi að það haldist.

Það erfiðasta við að nota hjólastólinn á þessum degi, eru viðbrögðin frá vinum og vandafólki (og nóg er af þeim í­ göngunni!) Fyrstu viðbrögð fólks er að spyrja varfærnislega hvort heilsan sé að bila? Hjólastóll er í­ hugum þess merki um að allt sé í­ steik.

Lí­klega hugsa flestir svona. Um daginn birti t.d. Guðmundur Magnússon grein á dv.is (fann hana ekki við lauslega leit) þar sem hann skemmti sér konunglega yfir mynd af skilti sem virtist eiga að sýna: „Hér getur fólk stigið upp úr hjólastólunum sí­num“. Helst datt blaðarefnum í­ hug að skiltið væri að finna hjá einhverjum vakningarprédikaranum… Hnyttið!

Auðvitað er það ekki nema hluti þeirra sem nota hjólastóla sem hefur engan mátt í­ fótunum. Fjöldamargir – jafnvel meirihlutinn – getur gengið að nokkru eða jafnvel öllu leyti. Hins vegar gætu slí­kar æfingar eytt of mikilli orku. Steinunn fer í­ hjólastól í­ Friðargöngu, vegna þess að annars væri hún örvinda eftir gönguna – og jafnvel eftir sig daginn eftir.

Og já – þegar maður lætur ýta sér í­ hjólastól niður Laugaveginn á Ingólfstorg, gæti örugglega komið sér vel að hafa sérstakan stað til að standa upp úr stólnum – og ekki væri verra ef hann væri merktur með þar til gerðu skilti…

# # # # # # # # # # # # #

Diskurinn oná geislanum er Aerial – tvöfaldi diskurinn sem Kate Bush sendi frá sér fyrir ári eða tveimur.

Bjórinn í­ krúsinni var Chimay. Andinn í­ glasinu er Aberlour.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld grynnkuðum við aðeins á dótastafla barnsins hér í­ stofunni. Tókum til hliðar fullt af dóti sem Ólí­na notar sjaldan eða aldrei. Við létum kubbakassann eiga sig, þrátt fyrir að barnið sé alveg hætt að kubba. Sú var tí­ðin að hún kubbaði talsvert, en þegar hún uppgötvaði púsluspilin sneri hún alveg bakinu við kubbum.

Hún er reyndar fjári góð að púsla. Kjötkrókur færði henni Bangsí­mon-púsl með 30 stykkjum. Hún náði að krafsa sig fram úr því­ fyrir hádegi – og verður eftir viku farin að gera það blindandi. Ekki veit ég hvernig á þessari púsl-færni stendur, því­ varla fær hún mikla æfingu á leikskólanum. Púslin á hennar deild eru miklu einfaldari.

Montið foreldri myndi lesa mikið í­ sigra barnsins á púslsviðinu – og telja það efni í­ kortagerðarmeistara. Taugaveiklað foreldri myndi hafa áhyggjur af því­ að barnið höndli bara tví­ví­dd en ekki þrí­ví­dd…

# # # # # # # # # # # # #

Jólablótið hjá ísatrúarfélaginu var bestheppnaða samkoma sem ég hef mætt á. Blótið var haldið í­ sal Ferðafélagsins (sem ég tók reyndar þátt í­ að byggja sem handlangari í­ byggingarvinnu fyrir margt löngu). Maturinn var góður, mætingin framar öllum vonum og stemningin þægileg. Fullt af nýjum andlitum, mikið af barnafólki, sá ekki ví­n á nokkrum manni. Hilmar Örn og félagar eru greinilega á réttri leið með söfnuðinn.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn stalst til að gefa mér aukajólagjöf í­ kvöld. Það er ljóðabókin eftir Eirí­k Örn Norðdahl. Hlakka mikið til að lesa hana á jólanótt (svo fremi að einhver önnur jólabók steli ekki fyrsta sætinu).

# # # # # # # # # # # # #

Öppdeit: Frá því­ að ég byrjaði á færslunni kláraðist Aerial-diskurinn. Hélt mig við Kate Bush – Lionheart.

# # # # # # # # # # # # #

Knattspyrnufélagið Valur sendi veglegt tí­marit inn um lúguna í­ morgun. Ég dreg reyndar í­ efa skynsemina í­ því­ að senda svona blað til fólks á Þorláksmessu, því­ mí­n reynsla er sú að fólk les svona blöð fyrstu 4-5 dagana eftir að það fær þau send – eða alls ekki. Og ætli flestir hafi ekki öðru að sinna en að lesa Valsblaðið akkúratt næstu 4-5 dagana.

En það breytir því­ ekki að blaðið er veglegt og Valsfólki til sóma.

# # # # # # # # # # # # # # #

Á framhaldi af þessari færslu Björns Bjarnasonar

Þar er – í­ framhaldi af viðtali við Þorgerði Katrí­nu menntamálaráðherra – velt vöngum yfir því­ hvort ráðherra kirkjumála gæti staðið utan Þjóðkrikjunnar. – Nú man ég þetta ekki svo gjörla – en hefur þetta ekki gerst?

Var ekki einhver kirkjumálaráðherrann í­ óháðum söfnuði? Það er eins og nafn Jóns Helgasonar komi upp í­ hugann – eða jafnvel Óli Þ. Guðbjartsson… Getur einhver glöggur lesandi greitt úr þessu?

# # # # # # # # # # # # # # #

Annars er ví­st best að óska lesendum sí­ðunnar gleðilegra jóla – þótt ég sé rúmum sólarhring of seinn til þess…

Join the Conversation

No comments

  1. Dálí­tið skondið að hugsa um hræðsluna við hjólastóla á sama tí­ma og krafa um rúllustiga og alls konar hjálpartæki fyrir alheilbrigt fólk er mjög sterk. Ég játa það að þegar ég kem að stiga óvænt, eru viðbrögðin næstum alltaf oh, ekki rúllustigi.

    Ég óska ykkur fjölskyldunni gleðilegra jóla.

  2. Mér finnst að einhver mætti kenna í­slendingum að nota rúllustiga; s.s. standa öðrum megin í­ stiganum til að leyfa þeim sem vilja ganga upp eða niður að komast leiðar sinnar. Sjálfum finnst mér óþolandi að standa hreyfingarlaus í­ rúllustiga og fara milli hæða á hraða snigilsins.

  3. Urðum fyrir ógleymanlegri reynslu í­ Gay-Pride fyrir nokkrum árum. Vorum á gangstéttinni að fylgjast með og Jóhanna var í­ stólnum. Hún sá ekkert, svo hún stóð aðeins upp til að sjá betur, og það var nærri liðið yfir manninn við hliðina á okkur….

  4. Mikið er ég sammála þér Elí­as. Ef maður asnast til að standa hægra megin í­ rúllustiga í­ bretlandi lí­ður ekki á löngu þar til galað er á mann… Keep Left….og einhver þeysist framhjá… eitthvað sem við í­slendingar mættum taka til okkar.

  5. Weight loss is an uphill struggle, and sometimes it may feel like there is no real solution to your weight problem. There are hundreds and thousands of people who have tried severe dieting and exercises to reduce their weight.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *