Magnað!

Luton náði jafntefli gegn Bristol Rovers, 1:1, á útivelli.

Þetta væri ekki í­ frásögur færandi nema vegna þess að við misstum mann útaf eftir 16 mí­nútur og lentum í­ kjölfarið undir.

Eftir 42 mí­nútur kom önnur brottvikningin.

Snemma í­ seinni hálfleik jöfnuðum vil.

Þegar fimmtán mí­nútur voru til leiksloka fékk þriðji Luton-maðurinn rauða spjaldið – og við lukum leik átta á móti ellefu!

Þetta er frábært afrek! Skí­tt með það þótt önnur úrslit hafi verið óhagstæð og við því­ færst aðeins niður töfluna… Bristol-menn hljóta að vera rasandi.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *