Við feðgarnir mættum á leik Vals og Fram í úrslitum deildarbikarsins. Þar rifjaðist einu sinni enn upp hvers vegna mér er svona illa við að tapa fyrir Valsmönnum. Urgh!
# # # # # # # # # # # # #
Luton áfrýjaði einu rauðu spjaldanna úr síðustu umferð. Dómstóllinn brást við með því að lengja leikbannið um einn leik – í refsingarskyni fyrir ástæðulausa áfrýjun.
Þetta er galið! Ekki minnist ég þess að hafa nokkru sinni heyrt um aðáfrýjanir úrvalsdeildaliða fái slíka afgreiðslu – og er þar þó oft langt seilst í að reyna að hnekkja dómum.
Það er óþolandi hvað ólíkar reglur virðast gilda fyrir stóru og ríku liðin annars vegar en litlu klúbbana hins vegar.
Ljótt, ljótt sagði fuglinn.