Join the Conversation

No comments

  1. Mér þykir þetta alveg frábær hefð hjá okkur að kalla þá kærulausa og sama um allt. Fólk meinar bara vel með því­ eins og þú nefnir.

    Vil biðja ykkur Pétur um að vera ekki að rugla fólk í­ rí­minu.

  2. Hef ekki séð Moggann, en þýðir ligeglad ekki að fólki sé slétt sama? Að hlutirnir megi fara á hvorn veginn sem er? Eða er það enn einn misskilningurinn?

  3. Ég held að þinn skilningur hljóti að vera réttur, Svala. En mér skildist á Moggagrein dönskukennarans að það væri algengur misskilningur meðal Íslendinga, jafnvel búsettra í­ Danmörku, að ligeglad þýddi að vera afslappaður og geðgóður eða eitthvað slí­kt. Ég hafði satt að segja ekki hugmynd um að sá misskilningur væri útbreiddur, enda hef ég aldrei orðið hans vör og alltaf skilið „ligeglad“ nákvæmlega eins og þú lýsir og hélt í­ sakleysi mí­nu að svo væri einnig um aðra.

  4. Gúggliði bara orðinu „ligeglad“ á vefsí­ðum á í­slensku. Þar virðist annar hver maður – þar með talið Íslendingar í­ Danmörku – nota „ligeglad“ í­ merkingunni glaðlyndur og kammó.

  5. Jahérnahér. Ætli fólkið haldi þá að „lige-“ þýði „alltaf“? Skrýtið að þetta hafi farið fram hjá mér, þetta er nákvæmlega svona hlutur sem ég gæti pirrað mig endalaust á.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *