Kaþólskari en páfinn

Það er merkilegt hvað ungir í­slenskir hægrimenn geta verið dyggir varðhundar fyrir Margrét Thatcher og pólití­ska arfleið hennar – og eru þar mun harðví­tugri en Bretar sjálfir.

Ungur hægrimaður, Hans Haraldsson, gerir gamlan pistil eftir mig að umtalsefni á sí­ðunni sinni.  Meðal þess sem hann gagnrýnir mig sérstaklega fyrir, er að halda fram þeirri fásinnu að stjórn hví­ta minnihlutans í­ Suður-Afrí­ku hafi notið sérstaks stuðnings Breta. Á athugasemdakerfinu bætir einhver félagi Hans því­ við að þetta sé til marks um „algjöra vanþekkingu á pólití­skri og efnahagslegri sögu Suður-Afrí­ku“.

Það er alltaf kúnstugt þegar menn gerast kaþólskari en páfinn í­ vörn fyrir skoðanabræður sí­na.

Fyrir einu og hálfu ári, skömmu eftir að David Cameron tók við völdum sem formaður íhaldsflokksins, ferðaðist hann til Afrí­ku. Þar vakti mikla athygli þegar formaður breskra íhaldsmanna baðst afsökunar á stuðningi stjórnar Thatcher við Apartheid-stjórnina.

Einhver hefði betur hnippt í­ hr. Cameron og bent honum á að hann væri að misskilja breska samtí­masögu í­ grundvallaratriðum – og að sagnfræðinemi á Íslandi hefði sýnt fram á að íhaldsflokkurinn þyrfti ekki að skammast sí­n fyrir neitt.

– – –

Reyndar er kí­milegt að lesa röksemdafærslu Hans Haraldssonar í­ heild sinni, því­ eftir að hafa svarið fyrir tengsl, stuðning eða samskipti Bandarí­kjamanna og Breta við minnihlutastjórnina í­ Suður-Afrí­ku, hefst hann handa við að útskýra að slí­k tengsl hafi verið nauðsynleg – enda kalda strí­ðið verið í­ fullum gangi og snúist um framtí­ð siðmenningarinnar.

Er þetta ekki dálí­tið eins og hjá bóndanum sem var beðinn um að skila hamri, en svaraði því­ til að hann hefði aldrei séð hamarinn, auk þess sem hann ætti hamarinn sjálfur – og hann hefði verið brotinn þegar hann fékk´ann?

Join the Conversation

No comments

 1. Eftir því­ sem frá lí­ður þá er það nú heldur þannig að breskir í­haldsmenn (ég þekki allnokkra) fyrirverða sig fyrir margt frá því­ í­ stjórnartí­ð Margrétar Thatcher. Þetta sem þú vekur hér máls á er æði skondið og oftlega hefur maður svo sem rekist á þessi ósköp – sérstaklega hjá ungum í­slenskum hægrimönnum sem halda að bresk samtí­masaga sé skrifuð í­ Odda (Reykjaví­k) nú um þessar mundir og á undanförnum tí­u árum.

 2. 1) Ég tók ekki fyrir að það hefðu verið tengsl á milli minnihlutastjórnarinnar og Breta heldur sagði ég einfaldlega að það væri ómögulegt að lýsa þeim tengslum sem stuðningi.

  Thatcher vildi ekki ganga mjög nærri minnihlutastjórninni af ótta við að hún félli, atburðarásin yrði stjórnlaus og að stjórn vinsamleg Sovétrí­kjunum kæmist til valda. Af þeim ástæðum hélt hún aftur af Bandarí­kjunum (meintum stuðningsaðila minnihlutastjórnarinnar).

  Bæði Bretland og Bandarí­kin þrýstu á S-Afrí­kustjórn um að afnema Apartheid.

  2) Ummælin um Bandarí­kin voru sett fram í­ samhengi við almenn samskipti Bandarí­kjastjórnar við miður geðslegar stjórnir á kaldastrí­ðstí­manum. Ég vildi árétta að Bandarí­kin eru ekki almáttug og þurfa að stunda realpólití­k eins og önnur lönd. Heimurinn væri mun verri staður ef þau hefðu tapað kalda strí­ðinu.

  Ég stend við það að ekkert í­ samskiptum Bandarí­kjamanna og minnihlutastjórnarinnar í­ Suður Afrí­ku er mögulega hægt að kalla stuðning þótt að Bandarí­kjamenn hafi keypt af þeim nauðsynleg hráefni. Hinsvegar hafa Bandarí­kjamenn stundum stutt miður geðslegar stjórnir, t.d stjórn íranskeisara. Stundum hafa aðstæður réttlætt slí­kt og stundum ekki.

  Annars var meginefni færslunnar sú mynd sem þú dróst upp af baráttu blökkumanna sem friðsamri fjöldabaráttu. Það er fjarstæðukennd mynd.

 3. Guð minn góður – „stundum stutt miður geðslegar stjórnir!!!

  Bendi á að sagnfræði sem kennd er við HÁ er kennd í­ hugví­sindadeild, ekki félagsví­sindadeild sem Oddi hýsir. írnagarður telst því­ heimahúsnæði þeirrar speki.

 4. Svansson: Nei, Margrét Thatcher var forsætisráðherra í­ Bretlandi í­ 12 ár – einmitt á þeim tí­ma þar sem stuðningur Breta við Suður-Afrí­kustjórn (meintur eða raunverulegur) var hvað umdeildastur. Stóri punkturinn er sá að formaður breska íhaldsflokksins hefur séð ástæðu til að biðjast afsökunar á þeim stuðningi sinna manna sem Hans vill ekki viðurkenna.

  Hans: Virkur stuðningur Bandarí­kjamanna við Suður-Afrí­ku birtist t.d. í­ samvinnu þeirra í­ strí­ðinu í­ Angóla. Hernaðarsamstarfið fór að miklu leyti fram í­ gegnum ísraelsmenn. Það væri pólití­skur barnaskapur að í­mynda sér að kjarnorkuvopnaþróun Suður-Afrí­ku og ísraels (sem var að miklu leyti sameiginlegt verkefni) hafi átt sér stað án samþykkis stjórnar BNA.

  Beinn og óbeinn stuðningur BNA við Suður-Afrí­ku varð margoft að pólití­sku þrætuepli í­ Bandarí­kjunum ekki sí­ður en Bretlandi. Það kemur mér á óvart ef þær fréttir koma nokkrum manni í­ opna skjöldu.

  Loks kammarðu mig fyrir að viðurkenna ekki mikilvægi hernaðarþáttarins í­ starfi Afrí­ska þjóðarráðsins. Ég hef hins vegar aldrei haldið því­ fram að ANC hafi einungis ástundað vopnlausa baráttu – enda væri það fáránlegt. Ég held meira að segja að Mandela geri sjálfur of lí­tið úr þessum þætti baráttunnar. Hernaðarlegur styrkur ANC gagnvart her og öryggislögreglu Suður-Afrí­ku var þó fráleitt úrslitaatriði fyrir niðurstöðuna – og það er jú kjarni málsins. Mér þætti amk gaman að fá ábendingar um sagnfræðinga eða stjórnmálaskýrendur sem telja að hryðjuverk ANC hafi ráðið meiru en pólití­skur þrýstingur innanlands og utan varðandi afnám aðskilnaðarstefnunnar.

 5. ANC og hin samtökin unnu ekki hefðbundin hernaðarlegan sigur á minnihlutastjórninni. Skæruhernaðurinn í­ sveitum hefur lí­klega ekki haft mjög mikil bein áhrif. Ég gæti trúað að flest hefði þróast með svipuðum hætti og það gerði þótt hann hefði ekki verið inni í­ myndinni. E.t.v hefur hann haft einhver áhrif til vitundarvakningar. Annað gildir um skæruhernað/hryðjuverk ANC og fleiri samtaka í­ borgum. Sú hernaðaraðferð ANC að ráðast á lágt setta embættismenn og lögreglumenn virkaði það vel að minnihlutastjórnin þurfti að lýsa yfir neyðarástandi árið 1985 og neyðarástandið var í­ gildi í­ mörgum landshlutum með stuttum hléum út Apartheid tí­mann. Eins hafði sniðganga blökkumanna á vörum hví­tra mikil skaðleg áhrfi á efnahag landsins. ANC beitti þá sem ekki sniðgengu vörur hví­tra manna hefndaraðgerðum (oft drepnir).

  Það var aldrei meining mí­n að segja að sigur blökkumanna á Apartheid hafi verið hreinn hernaðarlegur sigur og veit ekki um neinn sem heldur slí­ku fram. Hinsvegar þætti mér fróðlegt að vita hvort að einhverstaðar séu til bækur þar sem rök eru færð fyrir því­ að ofantaldir þættir eigi ekki heima ofarlega á lista yfir dánarorsakir minnihlutastjórnarinnar.

  Mandela hefur enga ástæðu til þess að leggja áherslu á vopnaða þáttinn í­ baráttu blökkumanna nú enda búa hví­tir og svartir Suður Afrí­kumenn ennþá í­ sama landi og viðfangsefni hans er að efla friðinn.

  Hvað varðar „stuðning“ Breta og Bandarí­kjamanna við Suður Afrí­kustjórn þá var ég einmitt að benda á það hversu lí­tið þarf oft til þess að þessum tveimur löndum sé bætt á lista sumra yfir stuðningsrí­ki ógeðfelldra stjórna. Tí­mabundin samvinna, byggð á sameiginlegum hagsmunum, virðist oft duga.

  Bretalandsstjórn gagnrýndi Apartheid í­ byrjun 7. áratugarins og Suður Afrí­kustjórn og endaði það með því­ að Suður Afrí­ka gekk úr samveldinu. Þennan sama áratug settu Bandarí­kjamenn vopnasölubann á landið og bundu enda á alla venjulega hernaðarsamvinnu og herskipaheimsóknir. Á áratugunum á eftir studdu bæði löndin ýmiskonar viðskiptaþvinganir og aðrar aðgerðir sem var beint gegn Apartheid þótt ekki hafi verið gengið eins langt og hinir áköfustu vildu (af því­ hlaust stuðningsgagnrýnin). Á mí­num bókum teljast takmarkaðar refsiaðgerðir ekki til stuðnings.

 6. Mér er fullkunnugt um það hvaða fræðigreinar eru kenndar hvar við Hí. Það breytir ekki því­ að lí­nan hefur verið gefin úr Odda – sem ungir í­slenskir í­haldsmenn hafa haft eftir og tekið sem gefin sannleik. Sér í­ lagi þegar umfjölllunarefnið hefur verið túlkun á stjórnarárum Margrétar Thatcher og svipaðra „mannvina“ breskra.

 7. Á sjöunda áratugnum beittu Bretar neitunarvaldi gegn því­ að aðskilnaðarstefnan væri skilgreind sem brot á sjöundu grein stofnsáttmála SÞ. Þar með voru SÞ að mestu vængstí­fðar í­ málinu.

  Bretar og Bandarí­kjamenn stóðu gegn samþykkt ályktunar 1761 á Allsherjarþingi SÞ og sniðgengu efni hennar.

  Suður-Afrí­ka var hrakin úr Samveldinu í­ óþökk Breta og það voru Kanadamenn sem komu því­ til leiðar að Suður-Afrí­ku var ekki hleypt inn aftur, þrátt fyrir stuðning Breta við þá inngöngu.

  íhugavert væri að fá að vita hvaða „ýmiskonar viðskiptaþvinganir“ hafi verið um að ræða frá hendi breskra stjórnvalda. Afstaða bresku rí­kisstjórnarinnar var nefnilega sú að slí­kt viðskiptabann væri ólöglegt smkv. breskum lögum – þar sem þau heimiluðu einungis að viðskiptabönnum væri framfylgt ef um væri að ræða beina ógn við öryggi Bretlands. – Þetta er því­ ekki spurning um að breska rí­kisstjórnin hafi ekki gengið nógu langt, hún gerði einfaldlega ekkert.

  Það „viðskiptabann“ sem átti sér stað í­ Bretlandi var því­ sett á af einstaklingum og fyrirtækjum – ekki hvað sí­st vegna þrýstings frá grasrótarsamtökum.

  Að láta eins og hernaðarsamvinna ísraela og Suður-Afrí­kumanna hafi verið Bandarí­kjamönnum óviðkomandi er jafn fráleitt og að segja að Sovétmenn hafi ekki haft neitt með strí­ðið í­ Angóla að gera – bara Kúbanir…

 8. …hins vegar er það hárrétt hjá Hans að það væri mikil einföldun að gera Bandarí­kjamenn og Breta að einu blórabögglunum í­ þessu máli.

  Sérstök ástæða er til að hnýta í­ Frakka sem hikuðu ekki við að selja Suður-Afrí­kustjórn öll þau vopn sem hugur þeirra girntist. Alltaf má treysta á Frakka til að reyna að komast fram hjá öllum vopnasölubönnum – og því­ fremur sem kúnnarnir eru ógeðfelldari…

 9. Það var gagnrýni Macmillans og deilur í­ kjölfar Sharpville fjöldamorðsins sem ollu því­ að Suður Afrí­ka sleit konungsambandinu við Bretland og þurfti að sækja aftur að aðild að samveldinu.

  Bretar stóðu gegn harkalegum refsiaðgerðum gegn minnihlutastjórninni. Það getur kannski kallast stuðningur (var þá andstaða Frakka gegn innrás í­ írak stuðningur við Saddam Hussein?). Hinsvegar veittu Bretar Suður Afrí­kumönnum aldrei virkan stuðning á borð við fjárhagsaðstoð, hernaðarráðgjöf o.s.frv. og vörðu aldrei Apartheid.

  Það voru Bandarí­kin sem beittu refsiaðgerðum. Refsiaðgerðir á 7. áratugnum hafa verið tí­undaðar hérna að ofan. á 9. áratugnum bættist Comrihensive Anti-Apartheid Act við og tví­sköttunarsamningum var sagt upp. Þessar aðgerðir stuðningsþjóðarinnar höfðu mjög mikil neikvæð á efnahagslí­f Suður Afrí­ku þótt menn deili reyndar um það hvort að þær hafi í­ raun grafið undan Apartheid.

  Frakkar seldu Suður Afrí­kumönnum eitthvað af fallbyssum og mega skammast sí­n fyrir það. Hinsvegar liggur sökin aðallega hjá hví­ta minnihlutanum og leiðtogum hans. Óþverrastjórnir geta nefnilega alveg þrifist án þess að vestræn rí­ki standi þar að baki. Lí­ttu bara á Kúbu.

 10. Bretar stóðu frammi fyrir því­ að að annað hvort færi Suður-Afrí­ka út – eða öll hin Afrí­kurí­kin. Þegar þeir sóttu um inngöngu á ný naut umsóknin velvilja Breta, ístrala og Nýsjálendinga – en strandaði m.a. á hörðum viðbrögðum Kanadabúa.

  Fram að þeim tí­ma þegar Bretar sneru baki við minnihlutastjórninni í­ Rhódesí­u hljóta þeir að teljast stuðningsmenn aðskilnaðarstefnu kynþátta. Það er nú ekki flóknara en það. Varðandi það hversu beinn eða óbeinn stuðningur þeirra var við rí­kisstjórnir aðskilnaðarstefnu eftir að Rhódesí­a leið undir lok er annað mál – en eftir stendur spurningin: ef skoðun þí­n er rétt – og Bretar studdu ekki við Suður-Afrí­kustjórn – HVERS VEGNA er David Cameron þá að biðjast afsökunar? Er hann svona illa að sér?

  Frakkar mega lí­ka skammast sí­n fyrir að halda áfram að afhenda írökum vopn eftir innrásina í­ Kuwait. ÞAí var stuðningur við Saddam Hussein – þótt andstaða við innrásinsa 2003 hafi ekki verið það.

  Auðvitað er ábyrgðin mest hjá leiðtogum hví­ta minnihlutans. Um það erum við sammála.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *