Mistök rithöfundarins

Á Fréttablaðinu í­ morgun er klausa um rithöfund sem hótaði ví­st að hætta að blogga ef hann seldi ekki tiltekið upplag af bókinni sinni. Þetta var hugsað sem góðlátleg hótun til vina og vandamanna.

Mér dettur í­ hug margir bloggarar sem gætu gripið til þessa ráðs – undir öfugum formerkjum þó – þ.e. með því­ að lofa að hætta að blogga ef fólk keypti svo og svo mikið af bókunum þeirra.

Ég gæti kannski notað þetta sem söluhvetjandi aðferð þegar kemur að útgáfu Frambókarinnar?