Stóra stjórnmálagetraunin 2008

Jæja, þá er komið að því­! Nú skal efnt til stjórnmálagetraunarinnar 2008 – en úrslit í­ henni verða (eðli málsins samkvæmt) ekki tilkynnt fyrr en á gamlársdag að ári.

Athugið: Ekki er ætlast til þess að svarað sé í­ athugasemdakerfið – heldur með því­ að senda póst á netfangið skuggabaldur @ hotmail. com – Skilafrestur svara er til 7. janúar og mun ég þá kynna helstu ágiskanir lesenda, nafnlaust að sjálfsögðu.

Spurt er í­ þremur liðum:

i) Gera má ráð fyrir því­ að á almanaksárinu 2008 muni amk. einn þingmaður hverfa af þingi – ýmist til annarra starfa eða af öðrum orsökum. Hvaða þingmaður mun hverfa fyrstur úr hópnum?

ii) Sömuleiðis má gera ráð fyrir því­ að skipt verði um meirihluta í­ amk einni borgar- eða bæjarstjórn á landinu á árinu 2008. Á hvaða kaupstað mun fyrsti meirihlutinn springa?

og

iii) Það er ekki árviss viðburður að sitjandi þingmenn skipti um stjórnmálaflokka, en það gerist þó öðru hvoru. Hvaða þingmaður (ef einhver) mun segja skilið við þingflokkinn sinn á árinu?

Rétt svar við hverri þessara spurninga gefur eitt stig.

(Ath. að ekki verða veitt stig fyrir þá spurningaflokka sem detta dauðir niður – t.d. fæst ekkert stig fyrir að giska á að enginn þingmaður skipti um lið á árinu.)

Þar sem hætt er við að fleiri en einn verði jafnir, eru allir þátttakendur beðnir um að senda inn svar við bráðabanaspurningunni:

iv) Hvaða þingflokkur mun nota flesta varamenn á almanaksárinu 2008?

Og munið – svör eiga að berast í­ tölvupósti, ekki í­ athugasemdakerfið.