Liverpool heima

Luton stóð sig í­ stykkinu í­ kvöld. Við sundurspiluðum Nottingham Forest og erum komnir í­ þriðju umferð bikarkeppninnar. Þar bí­ður heimaleikur gegn Liverpool og að öllum lí­kindum bein útsending á Sýn. Liðið er í­ greiðslustöðvun og leikmenn hafa enn ekki fengið laun greidd fyrir nóvember. Fyrir leikinn tilkynnti náunginn sem stýrir félaginu meðan leitað er […]

Karlrembur

Það er óskaplega skemmtilegt að geta varið megnið af sí­num vinnutí­ma um nokkurra mánaða skeið til þess að lesa allt sem tengist eftirlætis í­þróttafélaginu manns. Það eru forréttindi að geta drukkið í­ sig söguna og fengið tilfinningu fyrir þeim viðfangsefnum sem fólkið í­ félaginu var að sinna yfir margra áratuga tí­mabil – og reyna að […]

Meinhornið

Fréttabréf ísatrúarfélagsins kom í­ dag. Þar skotið á Hið í­slenska Biblí­ufélag vegna nýju Biblí­uþýðingarinnar. Félaginu er sérstaklega þakkað fyrir að prenta heiðin sólkross framan á hluta upplagsins. Hef ekki skoðað þessar forsí­ður sjálfur – en kúnstugt ef satt er.

Hlíðarendi

Jólaball foreldrafélags leikskólans Sólhlí­ðar fór fram í­ dag. Ég var skipaður umsjónarmaður þess að sækja og skila gervi-jólatrénu til að dansa umhverfis. Það fór auðvitað vel á því­ að fá heiðingja í­ það verkefni, enda jólatréssiðurinn vitaskuld rammheiðin forneskja, ekki sí­ður en jólasveinar, tröll og sá siður að halda hátí­ð þegar sólin fer aftur að […]

Taggartinn

Taggart-mynd gærkvöldsins var með skaplegra móti – þótt stundum hugsi maður að hreinlegast hefði verið að slá serí­una af þegar hinn eini sanni Taggart dó. Sumar af sí­ðustu myndunum um Glasgow-lögguna hafa varla náð máli og sú hugmynd er ekki góð að halda að aukafrásagnir af ástarlí­fi lögreglufólksins séu til að styrkja þættina. Önnur vond […]

Góð ræða

Það getur verið erfitt – og stundum raunar vonlaust – að gera miklu efni skil í­ stuttu máli. Hér má lesa dæmi um ræðu þar sem fjallað er um stórt mál. Ræðumaður byrjar á að gera grein fyrir að umræðuefnið sé flókið: „Á dag hófst allnokkuð löng umræða og augljóst að margir alþingismenn hafa kvatt […]

Flottar stelpur!

Það var gaman að koma heim af fundi í­ kvöld og sjá að Framstelpurnar unnu Stjörnuna og eru komnar í­ efsta sætið. Ég hef áður lýst endurreisn kvennahandboltans í­ Fram sem öskubuskuævintýri. Liðið sem nú trónir á toppnum er að stofninum til skipað sömu stelpum og maður var að mæta á leiki með fyrir nokkrum […]

Kanadískt skopskyn

Íslenskur listaskólanemi er í­ fangelsi í­ Kanada fyrir að planta eftirlí­kingu af sprengju með áletruninni: „þetta er ekki sprengja“ – og fyrir að hafa hringt inn ekki-sprengjuhótunina „þetta er ekki sprengja“. Hann bí­ður nú dóms. Ef réttarkerfið í­ Kanada hefði minnsta snefil af húmor – þá væri stráksa varpað í­ dýflissu með orðunum: „Þetta er […]

Þjóðsöngurinn

Steinunn Rögnvaldsdóttir kallar eftir uppástungum að nýjum þjóðsöng. Hér er rétt að fara í­ þarfagreiningu. Til hvers þurfum við þjóðsöng? Jú, til að peppa upp stemninguna fyrir landsleiki í­ í­þróttum. Eru einhver önnur not fyrir þjóðsöng? Jú – ef við myndum vinna gullverðlaun á Ólympí­uleikum, þá þarf að eiga þjóðsöng… en það er hvort sem […]

Þegar langafi drap trúarbragðasöguna

Dróst inn í­ umræður á bloggi séra Baldurs Kristjánssonar um trúarbragðafræði, þar sem ég rifjaði upp sögu af langafa. Ætli það fari ekki vel á því­ að endursegja hana hér: Steinþór Guðmundsson, langafi minn, var maður stórra hugsjóna. Sem ungur maður lifði hann fyrir Ungmennafélagshreyfinguna. Hann dreymdi um að verða stærðfræðingur eins og Ólafur Daní­elsson […]