Þegar ég mætti í vinnuna í morgun blasti við mér fjöldinn allur af björgunarsveitarmönnum og -bílum. Þeir eru að leita af piltinum sem týndist um áramótin.
Á allan dag hafa leitarmenn verið á þönum fyrir framan gluggana hér á safninu, að slæða ánna. Einhvern veginn finnst manni það vera óskaplega tilgangslaust að sitja við tölvu og sinna einhverjum safnvörslu-verkefnum með þetta fyrir augunum.