Fyrir nokkrum vikum ærðust bloggheimar yfir því að Kolbrún Halldórsdóttir vogaði sér að velta því upp þeirri spurningu hvort ungbarnaföt ættu að vera bleik og blá.
Þetta var talið glöggt dæmi um að stjórnmálamenn hefðu of lítið að gera í vinnunni og hversu firrtir pólitíkusar geti verið og í litlum tengslum við „raunveruleg“ vandamál.
Nú verður gaman að sjá hvort sami hneykslunarkórinn fari í gang eftir að Björn Bjarnason ákvað að taka upp baráttu fyrir því að RÚV leiki oftar hina sungnu útgáfu þjóðsöngsins í dagskrá sinni…