Stelpuliturinn bleikur

Er það að bera í­ bakkafullann lækinn að halda áfram að fjalla um stráka- og stelpuliti? Kannski – en hér er flott grein eftir konu sem heldur með Liverpool sem er fjúrí­us yfir því­ að reynt sé að pranga bleikum Liverpool-söluvarningi inn á stuðningskonur félagsins.

Liverpool er rauðklædda liðið og bleikar Liverpool-húfur eða flí­speysur eru drottinssvik að hennar mati.

Skemmtilega skrifuð grein – þótt væntanlega muni einhverjir fýlustrumpar úthrópa höfundinn sem sturlaðan feminista sem þurfi að stjaksetja…