Móðgunargirni

Eina ferðina enn er farið að þrefa um Múhameðsmyndirnar og viðbrögð múslimaheimsins við þeim. Þetta ætlar að verða lí­fseigari umræða en það hvort hindúar væru óvenjulega hörundsár hópur eftir að Dauði prinsessu var sýndur fyrir mörgum árum sí­ðan.

Óháð því­ hvað manni finnst vera rétt eða rangt í­ þessari umræðu – hvort maður hefur einhverja samúð með hörundsárum múslimum eða telji gremju þeirra fáránlega – þá er eitthvað svo kjánalegt við að Íslendingar setjist í­ dómarasæti í­ þessu máli.

Mér er nefnilega til efs að til sé hörundsárari þjóð.

Þegar einhver útlendingurinn álpast til að kalla Leif heppna Norðmann – þá er utanrí­kisþjónustan virkjuð í­ að koma leiðréttingu á framfæri. Þegar Norðmenn eigna sér Snorra Sturluson – í­hugum við að slí­ta stjórnmálasambandi.

Danskir blaðamenn sem voga sér að segja um í­slensku fjármálafyrirtækin það sama og við slúðrum um í­ heitu pottunum – eru bara komplexeraðir og öfundsjúkir fyrrum nýlenduherrar.

Þegar amerí­skir mafí­ósar sænga hjá glyðrum í­ í­slenskum flugfreyjubúningum í­ sjónvarpsþáttaserí­u – þá verða allir óskaplega móðgaðir.

Kvikmyndaleikstjóri sem skilgreindur hefur verið sem „Íslandsvinur“ gantast í­ erlendu sjónvarpi með að í­slenskar konur séu drykkfelldar og lauslátar – og það dugar okkur í­ fjóra spjallþætti um hvort Flugleiðir beri ábyrgð á því­ að í­mynd þjóðarinnar sé í­ molum í­ útlöndum.

Erlendur háskólaprófessor skrifar grein í­ stúdentablað þar sem hann gagnrýnir íraksstrí­ðið undir rós, með því­ að „hvetja“ Bush forseta til að ráðast á Ísland. Tugir nöttara senda honum dónaleg skeyti þar sem honum er sagt til syndanna.

O.s.frv. – o.s.frv.

Hvernig á þessi þjóð að geta tjáð sig af einhverju viti um það hvað séu rétt eða röng viðbrögð við illmælgi eða afbökunum útlendinga?