Athafnamaðurinn ísgeir Davíðsson – eigandi Goldfinger – ætlar að loka sóðabúllunni Bóhem á Grensásvegi og opna í staðinn sportbar með beinum útsendingum frá íþróttakappleikjum og glæsilegu viskýúrvali.
Nú standa feminískir knattspyrnuáhugamenn frammi fyrir vali milli tveggja kosta:
i) að segja: „ojj, vibbi – aldrei skal ég fara inn á stað í eigu Geira Goldfinger og styðja við bakið á veldi klámkóngsins sem lifir á bágindum kvenna frá fátækum löndum…“
eða
ii) að segja: „Gott mál! Hér er strípiklúbbi lokað fyrir aðra og betri starfsemi. Megi sá rekstur þrífast sem best og verða til þess að ísgeir færi sig að öllu leyti yfir í sportbarina.“
– Hvað segja siðfræðingar við þessu?