Sloan vs. Polgar

Sam Sloan er mögulega frægasti brjálæðingur Internetsins. Heimasí­ða hans, Ishipress.com, hefur um árabil verið frábær heimild um hugarheim manns með þráhyggju og furðulega blöndu af snilli og brjálsemi.

Þar sem Sloan er bæði Íslandsvinur og skákáhugamaður átti ég von á skrifum um Bobby Fischer á sí­ðunni hans. Á ljós kom að Sloan er um þessar mundir í­ málarekstri gegn hinni kunnu skákkonu Susan Polgar – sem hann virðist saka um að hafa skráð sig á fjölda klámrása á netinu og sent hvers kyns dónaskap inn á umræðupóstlista skákmanna í­ sí­nu nafni.

Þegar Sam Sloan deyr vil ég að hann verði grafinn á Þingvöllum.