Kurteislegt lífsrými

Frjálslyndi flokkurinn er í­ umræðunni um þessar mundir. Það er eitt sérkennilegt batterí­.

Formaður ungliðahreyfingarinnar heitir Viðar Guðjohnsen. Hann heldur úti heimasí­ðu, þar sem lesa má pólití­sk einkunnarorð hans. Þau eru á þessa leið:

Höfundur er Frjálslyndur þjóðarsinni sem aðhyllist hófsama aðskilnaðarstefnu.

Haag? Hófsama aðskilnaðarstefnu?

Erum við í­ alvörunni að tala um það að stjórnmálaflokkur sem komist hefur til áhrifa í­ í­slenskum stjórnmálum sé með formann ungliðahreyfingar sem segist aðhyllast AíSKILNAíARSTEFNU – þótt „hófsöm“ sé???

Hvernig væri ef einhver fjölmiðilllinn spyrði forsvarsmenn Frjálslynda flokksins út í­ þetta – téðan Viðar, Guðjón Arnar, Kristinn H., Ólaf F… o.s.frv.

# # # # # # # # # # # # #

Á stjórnmálagetrauninni 2008 var spurt um þann kaupstað þar sem meirihlutinn myndi fyrst springa. Einn keppneda giskaði á Dalví­k – og þar mátti litlu muna.

En 4-5 þátttakendur giskuðu á Reykjaví­k og hafa þar með tekið forystu…