Liverpool

Ég er umkringdur Liverpool-stuðningsmönnum, enda heldur annar hver maður af minni kynslóð með því­ liði.

Yfirleitt láta þeir sér nægja að tuða yfir því­ að hinn eða þessi leikmaðurinn sé meiddur og láta eins og liðið vanti bara herslumuninn uppá að blanda sér í­ baráttu um Englandsmeistaratitilinn (sem er firra). Um þessar mundir tala þeir hins vegar mest um fjármál, eignarhald og skuldir.

ín þess að hafa náð að kynna mér málið sérstaklega sýnist mér að vandinn liggi í­ því­ að Liverpool hafi verið keypt af hópi í­slenskra útrásarví­kinga og Dögg Pálsdóttur.

Það lýsir sér í­ því­ að:

i) Eigendurnir áttu sjálfir enga peninga – heldur keyptu klúbbinn að öllu leyti fyrir lánsfé og stóluðu á að endurfjármögnunin myndi reddast einhvern veginn.

og

ii) Þeir sjá enga ástæðu til að borga til baka peningana sem þeir hafa fengið lánaða.

– Eftir á að hyggja hefði Luton kannski átt að gefa Liverpool eftir hagnaðinn af bikarleiknum um daginn…