6.527

Það hægt að vera á móti nýja borgarstjórnarmeirihlutanum á ýmsum forsendum. Aðdragandi samstarfsins var subbulegur, færa má fyrir því­ rök að Ólafur F. Magnússon hafi ekkert í­ borgarstjóradjobbið að gera o.s.frv.

Ég get hins vegar ekki fallist á þann málflutning að það sé einhver sérstakur skandall að borgarstjórinn komi af lista sem hefur tiltölulega fá atkvæði á bak við sig – hvað þá þegar látið er að því­ liggja að óljóst sé af hvaða hvötum fólk hafi kosið F-listann og hvort hægt sé að eigna Frjálslynda flokknum, Margréti Sverrisdóttur persónulega eða bara einhverju allt öðru tiltekið hlutfall af þessum atkvæðum.

Þeir sem telja að það sé eitthvað ólýðræðislegt við það að listi sem fékk rúmlega 6.500 atkvæði eignist borgarstjóra, þurfa lí­ka að útskýra hvar mörkin eigi að liggja. Hvað hefði Samfylkingin þurft að fara lágt í­ kosningunum til að það hefði ólýðræðislegt að gera Dag Eggertsson að borgarstjóra? 25% eða minna?

Sigurður Geirdal varð farsæll bæjarstjóri í­ Kópavogi eftir að hafa fengið álí­ka hlutfallslegt fylgi og F-listinn. Var það aðför að lýðræðinu að Sigurður – sem naut grí­ðarlegrar hylli undir það sí­ðasta – hafi orðið bæjarstjóri en ekki Gunnar Birgisson? Eða getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á þessum dæmum?

Og vangaveltur um hvort Ólafur F. Magnússon „eigi“ öll 6.527 atkvæðin – eða hvort hluti kjósendanna hafi verið að kjósa Margréti, Frjálslynda flokkinn eða bara eitthvað annað – eru út í­ hött.

Væri t.d. núna siðferðilega rangt að fara í­ samstarf við Framsóknarflokkinn, vegna þess að lí­klega hafi kjósendur hans verið að styððja Björn Inga en ekki Óskar Bergsson? Hver veit nema einhverjir hafi kosið VG og Samfylkinguna til að styðja írna Þór Sigurðsson og Stefán Jón Hafstein…

Hvaða umboð hafði Steinunn Valdí­s Óskarsdóttir sem borgarstjóri – með þessum rökum? En Þórólfur írnason?

Það er svo margt rangt við nýja borgarstjórnarmeirihlutann – en í­ Óðins bænum, ekki gera það að aðalatriði að kjósendur F-listans hafi „bara“ verið 6.527.