Fyrir matgæðinga

Minnt er á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudag. Matseðillinn verður með austur-evrópsku sniði:

* Ungversk gúllassúpa með paprikusnúðum og sterku paprikumauki
* Rúmensk grænmetissúpa
* Búlgarskt grænmetissalat

Gestakokkur er að þessu sinni Nanna Rögnvaldardóttir.

Ingibjörg Haraldsdóttir skáldkona les úr nýlegri endurminningabók sinni.

Málsverðurinn hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftí­ma fyrr. Verð kr. 1.500