Einhver þyrfti að skrifa sögu pólitískra mótmæla á Íslandi – og það sem allra fyrst.
Þar til það verður gert munum við líklega þurfa að þola það eftir hver einustu mótmæli sem minnsti broddur er í, að slíkt hafi aldrei áður gerst í Íslandssögunni.
Sú hugmynd að stjórnmálasaga Íslands hafi einungis að geyma þrenn mótmæli: Gúttóslaginn, Nató-inngönguna og hverjar þær aðgerðir sem menn eru að ræða um í það og það skiptið – er fáránlega útbreidd.