Gúllas

Málsverðurinn sem Nanna Rögnvaldar töfraði fram í­ Friðarhúsi í­ gærkvöldi var magnaður. Kjötið í­ ungversku gúllassúpunni var nautaskankar – sem mun vera ódýrasta kjötið á markaðnum en jafnframt það besta í­ svona súpu. Ég hef aldrei borðið jafn meyrt kjöt. Það hlýtur að hafa verið látið sjóða í­ hálfan sólarhring.

Ingibjörg Haraldsdóttir las úr endurminningarbók sinni, en fyrstu kaflar hennar gerast einmitt á Snorrabrautinni á næstu grösum við Friðarhúsið.

Stemningin var með besta móti – og hagnaðurinn ágætur. Ætli hann standi ekki undir fimm prósentum af eftirstöðvunum af bankaláninu?

# # # # # # # # # # # # #

Sam Parkin var keyptur til Luton með ærnum tilkostnaði – að því­ er mig minnir fyrir sí­ðasta tí­mabil. Hann hefur verið meiddur sí­ðan.

Á dag kom hann inn sem varamaður í­ sí­num fyrsta deildarleik í­ óratí­ma. Og skoraði jöfnunarmarkið gegn Leeds á 90. mí­nútu.

Það eru fyrstu gleðilegu fréttirnar í­ viku sem einkum hefur snúist um fréttir af því­ að breski skatturinn sé mögulega að knýja okkur í­ gjaldþrot.

# # # # # # # # # # # # #

Framstelpurnar unnu Val í­ gær. Nú er maður loksins farinn að trúa…

Verð að mæta á FH leikinn í­ næstu viku.

Join the Conversation

No comments

 1. Ódýrasta nautakjötið – svo öllu sé til skila haldið. Það er hægt að fá ódýrara kjöt af einhverjum öðrum skepnum.

  Soðið í­ rúma tvo tí­ma, látið kólna í­ pottinum yfir nótt, hitað upp í­ rólegheitum í­ klukkutí­ma (hefði kannski tekið styttri tí­ma en hellan á eldavélinni í­ Friðarhúsinu var svo fjári kraftlí­til).

  Það verður ekki afgangur af svona súpu.

 2. „Á dag kom hann inn sem varamaður…“ Þetta orðalag fer ósegjanlega í­ taugarnar á mér. Ég er kennari en á sumrin vinn ég stundum sem bí­lstjóri. Þá ek ég bí­l. Þegar maður, hver sem hann nú er, kemur „sem eitthvað“ vinnur hann sem slí­kur. Maður sem kemur inn á sem varamaður hlýtur því­ að leika sem varamaður. Aldrei hefur mér tekist að finna lýsingu á varamannsstöðu á vellinum. Nú á ég allmarga meistaraflokksleiki að baki og alltaf lék ég sem markvörður. Væri ég varamaður í­ upphafi leiks gerðist það einstöku sinnum að mér var skipt inn á. En þá kom ég inn á sem markvörður. Félagar mí­nir sem skipt var inn á komu þá inn á sem tengiliðir, framherjar eða bakverðir, jafnvel sví­perar. Aldrei léku þeir sem varamenn. Af hverju er ekki nóg að segja: Jón kom inn á á 37. mí­nútu? Og af hverju er því­ aldrei haldið fram að handboltamenn komi inn á sem varamenn? Eða körfuboltamenn? Er það af því­ að þar er öllum ljóst að þeir sem eru á vellinum hverju sinni standa jafnfætis; enginn þeirra er varamaður eftir að hann er kominn inn á. Og þess vegna alveg óþarfi að nefna það. Og af því­ að það stendur þér nálægt ágæti Stefán: Hvort tók frú Steinunn sæti á Alþingi sem varaþingmaður eða alþingismaður? Og eins og Nóbelsskáldið, eða einhver annar spekingur, sagði: Orð eru dýr; spörum þau. Látum menn koma inn á og leyfum þeim að taka fullan þátt þar með.
  Kær kveðja og berðu eldabuskunni Nönnu kveðju mí­na enda erum við skyld og bróðir hennar bekkjarbróðir minn.
  Libbðu svo heill

 3. Þetta eru ágætis vangaveltur.

  Fyrst – varðandi stöðu Steinunnar á þingi, þá er það smekksatriði. Þegar forseti kynnir hana í­ ræðustól þá er hún sögð fjórði þingmaður Reykjaví­kur-norður, en á vef Alþingis er nafn hennar að finna á listanum „varamenn sem sita á þingi“. – Á frétt RÚV í­ fyrradag var talað um lagafrumvarp varaþingmannsins Marðar írnasonar og sí­ðar í­ fréttinni tiltekið að Mörður sæti á þingi sem varaþingmaður Ingibjargar Sólrúnar.

  Munurinn á handboltanum og fótboltanum er sá að í­ fyrrnefndu greininni má skipta inná og útaf að vild. Þess vegna er frekar marklaust að velta sér upp úr því­ hvaða 7 menn byrjuðu leikinn og hverjir sátu á bekknum. Á knattspyrnu verður manni sem skipt er út af ekki komið aftur inn á völlinn – og það sem meira er, sumir þeirra sem settir eru á varamannabekkinn fá ekkert að koma inná – eitthvað þurfa þeir jú að heita…

  Auðvitað er enginn varamaður eftir að inn á völlinn er komið, en við hins vegar verður ekki litið fram hjá því­ að sá sem skipt er inn á tekur ekki fullan þátt í­ leiknum. Leikmaður sem fær að spila sí­ðustu tí­u mí­núturnar í­ hverjum leik á Íslandsmótinu hefur að samanlögðu ekki leikið nema sem nemur tveimur heilum knattspyrnuleikjum. Það segir því­ ekki nema hálfa sögu að skrifa átján leiki á viðkomandi leikmann.

  Það er því­ augljós kostur að geta gert greinarmun á þeim sem hefja leik eða hinum sem koma inn á. Á sama hátt og við höldum því­ sérstaklega til haga hversu mörg mörk menn skora úr ví­taspyrnum – þótt vitaskuld séu ví­taspyrnur jafngildar öðrum mörkum.

  En auðvitað væri gott að fá hentugt orðalag til þessa brúks.

 4. Þetta er allt hárrétt. En framhjá því­ verður ekki litið að sé frá því­ sagt að komi maður inn á í­ hálfleik liggur ljóst fyrir að hann hefur verið varamaður í­ upphafi. Þess vegna er orðalagið: „sem varamaður“ algerlega óþarft þeim sem ekki eru svo skyni skroppnir að þeir vita að þeir eru að fjalla um knattspyrnu. „Jón kom inn á sem varamaður í­ hálfleik“ á að þýða nákvæmlega það sama og „Jón kom inn á í­ hálfleik“. En, eins og ég reyndi að útskýra í­ gærkveldi, skv. orðanna hljóðan þýðir það ekki það sama; sá sem inn á kemur sem varamaður hlýtur að gegna varamannsstöðu á vellinum. Og ég sé ekki hvar er rúm fyrir misskilning í­ orðalaginu: „Jón kom inn á“. Þar hlýtur að liggja í­ augum uppi að margnefndur Jón hóf ekki leikinn. Og því­ höfum við „…gert greinarmun á þeim sem hefja leik eða hinum sem koma inn á.“ og með hentugu og ótví­ræðu orðalagi. Og nú erum við greinilega orðnir sammála úr því­ að þú slepptir „sem varamenn.“ Það gleður mí­na gömlu sál, vegna þess að hjarta okkar slær í­ takt á mörgum sviðum, t.d. í­ Gettu betur málum og sömuleiðis þjóðmálum. Af því­ leiðir auðvitað að mér finnst þú afar skynsamur maður, eins og allir sem eru mér sammála.
  Þú verður að fyrirgefa tuðið um málfarið því­ það er mér dáltið viðkvæmt mál og mér leiðist þegar koma klessur á áru í­slenskunnar, ekki af því­ að ég telji að hún sé hótinu merkilegri en aðrar tungur heldur vegna þess að hún er tungan mí­n og mér þykir vænt um hana. Rétt eins og Luton er liðið þitt og þú stendur með því­ í­ blí­ðu og ekki sí­ður í­ strí­ðu.
  Libbðu heill

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *