Þorra Kaldi

Eftir á að hyggja voru það mistök að kaupa ekki dökkan og ljósan Kalda í­ rí­kinu til að gera bragðsamanburð við þorrabjórinn frá litla brugghúsinu frá írskógssandi.

Mér finnst bragðið þó ekki benda til þess að maður hefði fundið ýkjamikinn mun. Þetta er fí­nn bjór – en ekki eins góður og sá ljósi.

Og hvers vegna valkyrjubeibið She-Ra er framan á flöskunni skil ég ekki.

# # # # # # # # # # # # #

Suður-Afrí­ka situr á botni sí­ns riðils í­ Afrí­kumótinu í­ fótbolta – og það eru ekki nema tvö og hálft ár í­ HM. Á sporum Suður-Afrí­kumanna væri ég farinn að hafa verulegar áhyggjur af gestgjafaskandal.

Japan 2002 og Sviss 1954 koma upp í­ hugann.

FIFA misreiknaði sig lí­klega þarna. Eftir á að hyggja hefðu norður-afrí­sku boðin sennilega verið betri.