Karlinn með hattinn…

…stendur uppá staur – borgar ekki skattinn… o.s.frv.

Nú væri gott að fá skattaráðgjöf frá lesendum.

Á árinu 2007 vann ég að verkefni sem er ekki lokið. Upphæðin sem um ræðir er lægri en svo að ég þurfi að telja sérstaklega fram sem verktaki.

Ég er enn ekkert farinn að rukka fyrir þessa vinnu.

Og þá er spurningin: á ég að telja þetta fram sem tekjur á árinu 2007 (þótt enn sé ekki búið að gefa út reikning) eða á ég að telja þetta fram á næsta ári – í­ ljósi þess að upphæðin verður greidd á þessu ári?

Einhverjar uppástungur?