Karlinn með hattinn…

…stendur uppá staur – borgar ekki skattinn… o.s.frv.

Nú væri gott að fá skattaráðgjöf frá lesendum.

Á árinu 2007 vann ég að verkefni sem er ekki lokið. Upphæðin sem um ræðir er lægri en svo að ég þurfi að telja sérstaklega fram sem verktaki.

Ég er enn ekkert farinn að rukka fyrir þessa vinnu.

Og þá er spurningin: á ég að telja þetta fram sem tekjur á árinu 2007 (þótt enn sé ekki búið að gefa út reikning) eða á ég að telja þetta fram á næsta ári – í­ ljósi þess að upphæðin verður greidd á þessu ári?

Einhverjar uppástungur?

Join the Conversation

No comments

 1. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1988050.html

  13. gr.

  Svo er hægt að gúgla þessu, t.d. er Framsóknarflokkurinn hér með einfalda skýringu á þessu öllu (þú kaust Framsókn einhverntí­man var það ekki?):
  Hvenær reiknast útskattur?
  Um þetta atriði gildir svonefnd afhendingarregla. Útskattur fellur á alla vöru sem afhent er á hverju uppgjörstí­mabili og alla þjónustu sem innt er af hendi á tí­mabilinu. Ekki skiptir máli hvernig eða hvenær hið selda er greitt. Jafnvel þótt seljandi hafi lánað allt söluverðið telst salan til skattskyldrar veltu þess tí­mabils þegar afhending fer fram.

 2. Þú dagsetur reikninginn daginn sem þú rukkar og færð greitt á þessu ári þannig að ég myndi álí­ta að þú ættir að telja þetta fram á árinu sem þú færð greitt.

 3. Jamm. Ef það væri virðisaukaskattur á þessu myndi hann miðast við dagsetningu reiknings en tekjuskatturinn miðast aftur á móti við greiðslu.

 4. Rétt hjá Þórdí­si en misskilningur hjá Ernu, það er heimilt að miða við reikning einungis ef hann er gefinn út áður eða þegar þjónustan hefur verið innt af hendi.

  Fyrst verkinu er ekki lokið, þarftu ekki að telja þetta fram 2007.

 5. Ok – en segjum nú sem svo að ég VILJI telja þann hluta verkefnisins sem fram fór á árinu 2007 fram fyrir það ár? Vinnan var jú að miklu leyti á því­ ári.

  Er eitthvað því­ til fyrirstöðu að ég gefi upp tiltekna upphæð á skattframtalinu fyrir sí­ðasta ár – og þegar ég rukka verkkaupann skrifi ég út tvo reikninga. Annan sem væri dagsettur á sí­ðasta almanaksári og hinn á þessu?

  Eða fokkar það upp öllu bókhaldi hjá öllum?

 6. /áður eða samtí­mist áttu þetta að vera …

  Svo er lí­ka hægt að hagræða þessu eins og maður vill, leið Ernu er vel fær ef maður lýgur til um afhendingu.

 7. Mér var sagt þetta um dagsetninguna á námskeiði hjá skattinum – en kannski miðuðust þær upplýsingar við að „afhending“ vöru/þjónustu og reikningurinn fylgdust að.

  En þú þarft ekki að hugsa um virðisaukaskatt nema nema þú þurfir að rukka meira en 500 þús. kr. á ári (sbr. 4. gr. laga um virðisaukaskatt).

  Svo má benda á sí­ðu hjá skattinum með upplýsingum um „að hefja rekstur“ (þótt manni finnist tilfallandi einyrkjaverkefni kannski ekki beinlí­nis vera „rekstur“ er það samt tilfellið, svona tæknilega). Það helsta sem þú þarft að vita er sennilega það sem segir um tekjuskatt, tryggingagjald og vsk. undir fyrirsögninni „skil innan ársins“:
  http://rsk.is/birta_sidu.asp?vefslod=/leidbeiningar/ad_hefja_rekstur.asp&val=9.0

 8. P.S. Hvað varðar spurninguna um hvernig þú eigir að græja reikningana ef þú viljir telja eitthvað fram núna, þá sé ég ekki af hverju þú ættir að vilja telja eitthvað fram sem þú hefur ekki ennþá fengið greitt.

  En þegar þú telur þetta fram, hvenær sem þú verður, hafðu þá í­ huga að heildarupphæðin sem þú færð greidda er ekki launagreiðsla, heldur þarf hún að dekka tryggingagjald og mótframlag í­ lí­feyrissjóð (og önnur gjöld ef um þau er að ræða). Þú þarf semsagt að kljúfa þig andlega í­ tvennt: rekstraraðilann Stefán (sem skrifar reikning, stendur skil á tryggingagjaldi o.s.frv.) og launþegann Stefán (sem þiggur laun af rekstraraðilanum Stefáni)!

  Þetta er kannski farið að hljóma frekar flókið en er það ekki endilega. Kannski get ég útskýrt þetta betur munnlega.

  P.P.S. Allt talið um reikningsdagsetningar skiptir einkum máli í­ tengslum við virðisaukaskattinn, sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af nema upphæðin fari yfir 500 þús., sbr. kommentið f. ofan.

 9. Sammála Ernu, og sé ekki frekar en hún af hverju þú ættir að gera þetta.

  En ef þú hefur einhverja ástæðu að baki, þá gætirðu e.t.v. bara dagsett einn reikning 2007 og annan 2008.

  Annars eru endurskoðendur vinir manns þegar kemur að ‘skattalegu hagræði’.

 10. Og þannig tryggja lægri greiðslur í­ samneysluna.

  Ef þú ætlar að gefa út reikning fyrir árið 2007 svona seint (uppgjör er lí­klega hafið) þá myndi ég tala við viðkomandi fyrirtæki svo samræmi sé milli þess hvernig þetta er bókað hjá ykkur og þeir gefi út réttan launamiða á þig.

 11. Njah – ég reikna nú ekki með því­ að þetta tryggi mér lægri skattgreiðslur. Er frekar að spá í­ að minnka vesenið.

  Mér finnst lí­ka svo fúlt að borga skatta einu og hálfu ári eftir að ég hef lokið og fengið greitt fyrir verkefni. Ef ég væri klókari peningamaður en ég er, myndi mér einmitt finnast sniðugt að geyma peningana á hávaxta reikningum alla þessa mánuði áður en kemur að því­ að borga skattinn – en mér finnst bara best að klára þetta eins snemma og mögulegt er.

  …það má því­ lí­ta á að ég sé að reyna að koma peningunum sem hraðast inn í­ samneysluna!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *