Mótmælafrí

Kjartan Magnússon er æfur yfir að einhver menntaskólakennari hafi gefið nemendunum sí­num mótmælafrí­. Þar er langt seilst í­ leit að sökudólgi.

Hitt er auðvitað annað mál að það er kjánalegt að kennaragreyið hafi gert þessi mistök. Ég minnist þess þegar við Sverrir Jakobsson vorum að kenna kúrs í­ ví­sinda- og tæknisögunni við sagnfræðiskor fyrir nokkrum misserum að Stúdentaráð var að standa fyrir einhverjum aðgerðum á Austurvelli til að heimta meiri peninga í­ Háskólann. Við harðneituðuðum að fella niður tí­mann, enda höfðum við enga heimild til slí­ks. Þeir nemendur sem vildu mæta í­ mótmælin urðu að skrópa í­ tí­manum og kyngja afleiðingunum.

En er það ekki einmitt hluti af stemningunni við að vera stúdent í­ mótmælaaðgerðum – að taka þátt í­ að berjast fyrir kröfum sí­num og skrópa í­ skólanum á meðan?

# # # # # # # # # # # # #

Kaldi þorrabjór er kominn í­ í­sskápinn. Hann verður prófaður í­ kvöld – og mögulega dæmdur á þessum vettvangi.

# # # # # # # # # # # # #

Skattavandræði Luton eru orðin verulega flókin og stefna framtí­ð félagsins í­ voða. Ég óttast að félagið sé að kremjast í­ miðjunni í­ slagsmálum breska skattsins og knattspyrnuyfirvalda.

Menn eru í­ fullri alvöru að ræða hvort lí­fvænlegra væri að hefja keppni í­ utandeildarkeppninni til að komast framhjá kröfum deildarinnar.