Hræsni?

Finnst engum neitt skringilegt við það að þjóðfélagið liggi nánast á hliðinni vegna þess að allir eru að rí­fast um hvað sé viðeigandi eða óviðeigandi umfjöllun um andlega heilsu Ólafs F. Magnússonar – en á sama tí­ma halda allir fjölmiðlar áfram að smjatta á harmsögufréttunum af bandarí­skum söngkonum sem kljást við taugaáföll og eiturlyfjafí­kn fyrir framan hópa blaðaljósmyndara?

Hefur ritstjóri Moggans t.d. enga skoðun á þeim fréttum sem blað hans birtir af „fræga fólkinu“ úti í­ heimi?

Join the Conversation

No comments

 1. Þetta er allt einn stór samsærisspuni til þess að fólk gleymi valdní­ðslu gamla góða Sjálfstæðisflokksins undanfarnar vikur.

  Þorsteinn Daví­ðsson, hver er það?

  Að því­ sögðu, þá má benda á að völd Britneyjar og hinnar þarna, yfir Reykví­kingum og í­slensku þjóðinni, liggja á öðrum sviðum.

  Ennfremur má bend’á að eiturlyfjaneysla og geðveila eru margreynd meðöl í­ tónlist, sbr. t.d. þegar Bubbi samdi góða tónlist. Ég er ekki viss um að t.a.m. geðraskanir geri jafn góða hluti þegar fólk í­ pólití­k á í­ hlut, sbr. Styrmir.

 2. Hmm, ætli hann hafi þá ekki verið að ví­sa til skemmtanagildis mannsins.

  Það má spyrja sig að því­ hvort og hversu mikið geðraskaðir stjórnmálamenn eigi að vera.

  Skemmtileg athugasemd með Laxness, ég kannaðist ekki við þetta en það er ástæða fyrir því­ að guð gaf mér gúglið:

  i. Jónas lækkaði rí­kisstyrki til Halldórs og sagði í­ aðdraganda þess að HL ætlaði að gefa út Íslendingasögurnar með uppfærðri stafsetningu „að kommúnistar ætluðu, með aðstoð ,,smjörlí­kissala” í­ Reykjaví­k (Ragnars í­ Smára) að draga fornbókmenntirnar í­ svaðið.“
  Jónas vildi að Alþingi bannaði útgáfuna og kallaði HL frumvarp þess efnis ,,geðbilunarfrumvarp” Jónasar og spáði því­ að næst ætti að lögleiða ,,samræmt göngulag fornt”.

  ii. Halldór Laxness lýsti Jónasi sem listamanni (er Britney ekki listamaður).

  iii. Ummæli HL sem þú vitnar til munu hafa fallið í­ stóru-bombu málinu – „Yfirlæknir á Kleppi lýsti því­ yfir … að Jónas væri geðsjúkur og í­ því­ sambandi lýsti Halldór Laxness því­ yfir að Ísland þyrfti fleiri geðsjúklinga.“

  Sjá:
  i. http://skyjaborgir.blogspot.com/2005/01/hstirttur-bandarkjanna.html
  ii. http://www.olduselsskoli.is/valdimar/JonasjonssonfraHrifluLokaversion2mars03.pdf
  iii. http://myndir.njardvikurskoli.is/skoli/glosur6til10/9.bekkursaga/I%20hluti%202.%20kafli.ppt

 3. Þetta er ágætt gúggl hjá þér frændi – nema tí­maröðin er röng. Stóru-bombumálið gerðist fyrst og kom Laxness þá hinum meinta geðsjúklingi til varnar.

  Sí­ðar súrnaði milli þeirra.

 4. Vitleysa. Að ná athygli fólks á tí­mum sí­bylju krefst einhvers alveg sérstaks. Á dag vilja allir verða frægir. Að verða frægur er lí­klega vinsælasta ósk ungmenna í­ dag. Vinsælli en að finna hamingjuna, verða rí­kur eða finna ástina. Af öllum þessum milljónum sem reyna að spila þennan leik – tekst henni það best. Hlæjandi alla leiðina í­ bankann.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *