Hræsni?

Finnst engum neitt skringilegt við það að þjóðfélagið liggi nánast á hliðinni vegna þess að allir eru að rí­fast um hvað sé viðeigandi eða óviðeigandi umfjöllun um andlega heilsu Ólafs F. Magnússonar – en á sama tí­ma halda allir fjölmiðlar áfram að smjatta á harmsögufréttunum af bandarí­skum söngkonum sem kljást við taugaáföll og eiturlyfjafí­kn fyrir framan hópa blaðaljósmyndara?

Hefur ritstjóri Moggans t.d. enga skoðun á þeim fréttum sem blað hans birtir af „fræga fólkinu“ úti í­ heimi?