Hirð-fífl

Eitthvert mesta aulahrollsmóment seinni ára í­ í­slenskum fréttatí­ma, var þegar Guðmundur írni Stefánsson mætti eins og trúður í­ kjólfötum og lét einhvern voða fí­nan ekil keyra sig á eldgömlum og glæsilegum hestvagni til fundar við sænska kónginn að afhenda embættisbréfið.

Hott, hott, allir mí­nir hestar! – Gat maður séð hann segja í­ huganum. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af öllum þeim í­haldsmönnum sem dubbaðir hafa verið upp sem diplómatar hefði látið hafa sig út í­ annan eins fí­flaskap.

Hvað er það með krata og fyrrum róttæklinga sem gerir það að verkum að þeir fá í­ hnén gagnvart kóngaslekti og byrja að haga sér eins og fábjánar?

Pistill Össurar Skarphéðinssonar í­ dag er dæmi um þetta. Er hægt að vera mikið meiri plebbi en að skrifa neim-droppí­ng færslur um fræga fólkið sem maður hittir á milljónamæringahótelunum í­ löndum sem búa við sautjándu aldar stjórnkerfi og þar sem kóngarnir/furstarnir/emí­rarnir eiga persónulega mestallan þjóðarauðinn. Og svo er Össur bara fí­nn kall hjá kónginum

ÞÚ KALLAR ÞIG JAFNAíARMANN – MANNANDSKOTI!!! REYNDU Aí MUNA ÞAí, ÞÓ Aí ÞAí SÉU KVIKMYNDASTJÖRNUR Á LYFTUNNI OG Á SUNDLAUGARBAKKANUM!!!

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn gerðum við Steinunn hræðileg mistök.

Ólí­na var eitthvað pirruð, svo okkur datt í­ hug að kaupa okkur frið með því­ að fiska geisladisk úr hillunni sem við vissum að myndi slá í­ gegn. „Þjóðhátí­ðarpartý pulsuparsins“ eða e-ð álí­ka – skrandiskur sem fylgdi með pylsupakka frá SS að mig minnir. Þar eru allir verstu og mest óþolandi sumarhittarar sí­ðustu 20 ára.

Barnið hefur dálæti á auglýsingunum með pulsuparinu, svo augljóslega hlaut henni að lí­ka diskurinn. Svo núna biður hún reglulega um að við spilum Vini vors og blóma, Skí­tamóral og hvað þetta nú heitir annars.

Það versta er – að barnið er ekkert sérstaklega hrifið af lögunum. Hún vill bara hlusta á diskinn með uppáhalds plötuumslaginu.

Hin grátlegu mistök okkar voru sem sagt þau að skipta ekki á diskum strax í­ upphafi. Hvers vegna setti ég ekki Bona Drag með Morrissey í­ hulstrið með glaðbeittu SS-pulsunum? Ó, það hefðu verið dýrðardagar!