Hirð-fífl

Eitthvert mesta aulahrollsmóment seinni ára í­ í­slenskum fréttatí­ma, var þegar Guðmundur írni Stefánsson mætti eins og trúður í­ kjólfötum og lét einhvern voða fí­nan ekil keyra sig á eldgömlum og glæsilegum hestvagni til fundar við sænska kónginn að afhenda embættisbréfið.

Hott, hott, allir mí­nir hestar! – Gat maður séð hann segja í­ huganum. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af öllum þeim í­haldsmönnum sem dubbaðir hafa verið upp sem diplómatar hefði látið hafa sig út í­ annan eins fí­flaskap.

Hvað er það með krata og fyrrum róttæklinga sem gerir það að verkum að þeir fá í­ hnén gagnvart kóngaslekti og byrja að haga sér eins og fábjánar?

Pistill Össurar Skarphéðinssonar í­ dag er dæmi um þetta. Er hægt að vera mikið meiri plebbi en að skrifa neim-droppí­ng færslur um fræga fólkið sem maður hittir á milljónamæringahótelunum í­ löndum sem búa við sautjándu aldar stjórnkerfi og þar sem kóngarnir/furstarnir/emí­rarnir eiga persónulega mestallan þjóðarauðinn. Og svo er Össur bara fí­nn kall hjá kónginum

ÞÚ KALLAR ÞIG JAFNAíARMANN – MANNANDSKOTI!!! REYNDU Aí MUNA ÞAí, ÞÓ Aí ÞAí SÉU KVIKMYNDASTJÖRNUR Á LYFTUNNI OG Á SUNDLAUGARBAKKANUM!!!

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn gerðum við Steinunn hræðileg mistök.

Ólí­na var eitthvað pirruð, svo okkur datt í­ hug að kaupa okkur frið með því­ að fiska geisladisk úr hillunni sem við vissum að myndi slá í­ gegn. „Þjóðhátí­ðarpartý pulsuparsins“ eða e-ð álí­ka – skrandiskur sem fylgdi með pylsupakka frá SS að mig minnir. Þar eru allir verstu og mest óþolandi sumarhittarar sí­ðustu 20 ára.

Barnið hefur dálæti á auglýsingunum með pulsuparinu, svo augljóslega hlaut henni að lí­ka diskurinn. Svo núna biður hún reglulega um að við spilum Vini vors og blóma, Skí­tamóral og hvað þetta nú heitir annars.

Það versta er – að barnið er ekkert sérstaklega hrifið af lögunum. Hún vill bara hlusta á diskinn með uppáhalds plötuumslaginu.

Hin grátlegu mistök okkar voru sem sagt þau að skipta ekki á diskum strax í­ upphafi. Hvers vegna setti ég ekki Bona Drag með Morrissey í­ hulstrið með glaðbeittu SS-pulsunum? Ó, það hefðu verið dýrðardagar!

Join the Conversation

No comments

 1. Hahahaha, stórskemmtileg færsla um ömurlega bloggfærslu iðnaðarráðherrans.

 2. Ég er svo sammála þér Stefán. Þessi bloggfærsla „jafnaðarmannsins“ minnti helst á dagbókarfærslu úr félagslí­fi snobbhænu.

 3. Ég ætla að koma Guðmundi írna til varnar. Hjá konungsfjölskyldum tí­ðkast alls konar fornir siðir sem mörgum þykja kjánalegir. En sendiherrar í­ konungsrí­kjum geta kannski ekki hundsað þessa siði svo auðveldlega. Ég geri ráð fyrir að Guðmundur írni hafi klætt sig upp í­ kjólföt og verið ekið á fí­num hestvagni vegna þess að það sé prótókollið hjá sænsku konungsfjölskyldunni þegar tekið er við embættisbréfi frá sendiherra erlends rí­kis. Það er skiljanlegt að einhver fái aulahroll, en væri ekki jafnvel enn meiri ástæða til að fá aulahroll ef Guðmundur írni hefði ákveðið að hundsa hirðsiðina til að sýna öllum hvað hann væri mikill rebell? Það hefði getað orðið mjög afkáralegt.

  Svo þykir mér lí­klegt að í­ flestum ef ekki öllum konungsrí­kjum með þingbundinni stjórn hafi jafnvel vinstrisinnuðustu stjórnmálamenn beygt sig undir hirðsiðina við ýmis tilefni. Það kæmi mér til dæmis ekki á óvart ef í­ Bretlandi færi fram ákaflega virðuleg serí­móní­a við valdatöku nýrrar rí­kisstjórnar þar sem menn klæða sig á ákveðinn hátt og auðsýna drottningunni hina mestu virðingu í­ orðum og athöfn. Meðlimir Verkamannaflokksins hafa þá örugglega virt þessa hirðsiði rétt eins og í­haldsmenn.

  En það sem á ég við er sem sagt að Guðmundur írni átti kannski ekki annars úrkosta en að klæða sig í­ kjól og hví­tt og setjast upp í­ vagninn fí­na þegar hann hélt á fund sænska kóngsins.

  Hitt er svo annað mál að ég hef oft lesið betri pistla eftir Össur.

 4. …og að hirðsiðirnir hafi lí­ka þvingað vesalings Guðmund írna til að taka fréttaritara Sjónvarpsins í­ Stokkhólmi með sér í­ alla ferðina?

 5. Það efast ég um. Hins vegar þykir mér ekki ólí­klegt að fréttaritarinn hafi sjálfur beðið um að fá vera viðstaddur athöfnina þar eð honum hafi þótt hún fréttnæm.

  En ég tek það fram að ég veit svo sem ekkert um það.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *