Eitthvert mesta aulahrollsmóment seinni ára í íslenskum fréttatíma, var þegar Guðmundur írni Stefánsson mætti eins og trúður í kjólfötum og lét einhvern voða fínan ekil keyra sig á eldgömlum og glæsilegum hestvagni til fundar við sænska kónginn að afhenda embættisbréfið.
Hott, hott, allir mínir hestar! – Gat maður séð hann segja í huganum. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af öllum þeim íhaldsmönnum sem dubbaðir hafa verið upp sem diplómatar hefði látið hafa sig út í annan eins fíflaskap.
Hvað er það með krata og fyrrum róttæklinga sem gerir það að verkum að þeir fá í hnén gagnvart kóngaslekti og byrja að haga sér eins og fábjánar?
Pistill Össurar Skarphéðinssonar í dag er dæmi um þetta. Er hægt að vera mikið meiri plebbi en að skrifa neim-droppíng færslur um fræga fólkið sem maður hittir á milljónamæringahótelunum í löndum sem búa við sautjándu aldar stjórnkerfi og þar sem kóngarnir/furstarnir/emírarnir eiga persónulega mestallan þjóðarauðinn. Og svo er Össur bara fínn kall hjá kónginum
ÞÚ KALLAR ÞIG JAFNAíARMANN – MANNANDSKOTI!!! REYNDU Aí MUNA ÞAí, ÞÓ Aí ÞAí SÉU KVIKMYNDASTJÖRNUR Á LYFTUNNI OG Á SUNDLAUGARBAKKANUM!!!
# # # # # # # # # # # # #
Um daginn gerðum við Steinunn hræðileg mistök.
Ólína var eitthvað pirruð, svo okkur datt í hug að kaupa okkur frið með því að fiska geisladisk úr hillunni sem við vissum að myndi slá í gegn. „Þjóðhátíðarpartý pulsuparsins“ eða e-ð álíka – skrandiskur sem fylgdi með pylsupakka frá SS að mig minnir. Þar eru allir verstu og mest óþolandi sumarhittarar síðustu 20 ára.
Barnið hefur dálæti á auglýsingunum með pulsuparinu, svo augljóslega hlaut henni að líka diskurinn. Svo núna biður hún reglulega um að við spilum Vini vors og blóma, Skítamóral og hvað þetta nú heitir annars.
Það versta er – að barnið er ekkert sérstaklega hrifið af lögunum. Hún vill bara hlusta á diskinn með uppáhalds plötuumslaginu.
Hin grátlegu mistök okkar voru sem sagt þau að skipta ekki á diskum strax í upphafi. Hvers vegna setti ég ekki Bona Drag með Morrissey í hulstrið með glaðbeittu SS-pulsunum? Ó, það hefðu verið dýrðardagar!