Með koltjöru í fötu…

Þegar ég var á fyrsta og öðru ári í­ gaggó, reyndi ég að máta mig í­ listaspí­ruhlutverkinu. Eitthvað bögglaðist maður við að skrifa af ljóðum og lesa framúrstefnulegar ljóðabækur eftir skuggalega náunga, sem voru súrrealistar og ortu blóði drifin kvæði.

Ég lét nokkrum sinnum draga mig á kvikmyndasýningar í­ Mí­r. – Og einu sinni vann ég peningaverðlaun við fjórða mann fyrir myndverk/gjörning á einhverri menningarhátí­ð unga fólksins. Verkið reyndi helst á þeffæri áhorfenda.

Á sí­ðasta ári í­ Hagaskólanum datt gjörsamlega botninn úr þessum listamannsgrillum mí­num. Ég lagði allt þetta dund á hilluna og breytti lestrarvenjum mí­num allverulega. Það ár var ég reyndar farinn að umgangast talsvert strákaklí­ku sem var árinu yngri og innihélt Palla Hilmars, Úlf Eldjárn, Ragga Kjartans, Þorlák Einarsson o.fl. – Þeir voru á bólakafi í­ listamannagí­rnum, en mér tókst að leiða það hjá mér og talaði bara við þá um pólití­k í­ staðinn.

Það er lí­klega vegna þess hvað ég losnaði snemma við listamannabakterí­una að mér er fyrirmunað að skilja boðskapinn hjá anarkistahópnum sem málaði með svörtu yfir listasýningu í­ Þjóðarbókhlöðunni og sem sagt var frá í­ tí­ufréttum í­ kvöld

Verkið sem um ræðir (og er ví­st hluti af MA-verkefni) hljómaði reyndar ansi mikið eins og samkvæmisleikur á einhverju hópeflisnámskeiðinu – þar sem gestir og gangandi áttu að skrifa eitthvað frá eigin brjósti um brottför hersins. Þetta heitir ví­st að koma af stað „hugflæði“…

Nema hvað – að mati anarkistanna er fólk upp til hópa fáráðar sem skilja ekki raunverulegar ástæður strí­ðs og þess vegna er þarf að hertaka listaverkið og mála það svart til að sýna fram á hræsnins. Það var einhvern veginn svona…

Sanleiksflytjendurnir með koltjöruna birta svo mynd af sér við málningarstörfin – en hylja andlitin.

Ég á óskaplega bágt með að sjá snilldina í­ þessu. Hver er broddurinn? Hvað var það við útskriftarverkefni fjölmiðlanema í­ Háskólanum sem kallaði á þessi viðbrögð? Hvert er rökrétt næsta skref á eftir þessu? Að mála næsta strætóskýli svart til að afhjúpa hræsni og blindu einkabí­lismans? Hvað veit ég…

Æi, þetta er bara eitthvað svo aumt.

(Viðbót kl. 8:55 – málningarteymið mun ví­st hafa ákveðið að koma fram undir nafni og hefur birt ljósmyndirnar aftur án þess að fela andlitin. Sé þó ekki að það breyti afstöðu minni til málsins í­ neinum meginatriðum.)

Join the Conversation

No comments

 1. Æ var þetta ekki bara ágætt? Fjöldi fólks hefur í­ það minnsta kynnt sér rökstuðning þeirra, sem aldrei hefði orðið ef þeir hefðu bara málað eina setningu. Og varla er hægt að kvarta yfir því­ að einhver máli á striga sem sérstaklega er hvatt til þess að málað sé á?

  Mér finnst flest benda til að borgaralegur, miðaldra millistjórnandinn hafi afneitað öfgum æskunna.

 2. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki lógí­kina á bak við þennan gjörning. Ungu róttæklingarnir segjast vera að mótmæla ólýðræðislegum vinnubrögðum og skorti á umræðu – og gera það með því­ að eyðileggja verk sem (þrátt fyrir allar sí­nar takmarkanir) gefur sig út fyrir að vera vettvangur fyrir slí­ka umræðu.

  Mér finnst það dálí­tið eins og að brenna bækur til að mótmæla ritskoðun.

  Hefði ekki verið skömminni skárra að beina þá amk spjótum sí­num að fulltrúum valdsins – opinberum stofnunum? Það hefði þó verið meiri broddur í­ að mála yfir sýningarspjöld í­ Þjóðmenningarhúsinu en að ráðast gegn skólaverkefni einhvers háskólanema… (ín þess að ég sé sérstaklega að hvetja til þess að farið verði með penslana í­ Þjóðmenningarhúsið.)

 3. Tja… svona skýra þau það sjálf.

  „Á sama hátt og fólk afneitar eðli og ástæðu strí­ðs þá þöggum við niður í­ skoðunum landa okkar. Við hlustum ekki og beitum valdamisnotkun til að sýna afleiðingar hennar.
  Við málum allt svart, svart fyrir lygar, valdní­ðslu, græðgi og þvinganir.“

  Ég held að einmitt það að við séum að ræða þetta bendi til að þau hafi velið réttan vettvang. Hvatt er til að fólk tjái sig á strigana. Þau tjá sig á strigana með því­ að „beita valdamisnotkun til að sýna afleiðingar hennar.“

  Hvað sem manni finnst um boðskapinn og aðferðirnar þá finnst mér allavega ekki hægt að afgreiða þetta sem eitthvað aumt eins og þú gerir.

 4. Ég vona bara að einhver vilji kaupa þessa list. Svo þau þurfi ekki að vera á bótum allt sitt lí­f.

 5. Hvað sem þið gerið, passið ykkur á að kalla þessa krakka ekki skrí­l eða skemmdarvarga.

  Það er bara að nýta rétt sinn til þess að tjá sig opinberlega. Enginn hefur viljað hlusta á það hingað til, og því­ var nauðsynlegt að grí­pa til þess að ‘skemma smá’.

  Eða, eins og Daví­ð segir, kannski hafa þau bara svona lélegan smekk og svartar hugsanir. Það voru engar reglur! Þá má allt!

 6. Well maintained and respected net directory. Freed entry and moderation. Augment your relation and you wish be aware the power of our directory. do gazu!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *