Æfingar

Steinunn beindi áðan óundirbúinni fyrirspurn til utanrí­kisráðherra, varðandi fregnir af því­ að danskar herþotur hefðu í­trekað á undanförnum árum brotið flugumferðaröryggisreglur og farið of nærri farþegavélum. Hún spurði ráðherra hvort þessar fregnir yllu ráðherra ekki áhyggjum í­ ljósi þeirrar stefnu stjórnvalda að bjóða hingað herþotum frá Danmörku og öðrum NATO-rí­kjum.

Svör utanrí­kisráðherra voru á þá leið að þótt auðvitað væri það alltaf alvarlegt mál þegar flugvélar færi of nálægt hver annarri, væri ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur – því­ að þegar dönsku F-16 þoturnar kæmu hingað til lands þá væru þær að taka þátt í­ æfingum og þá pössuðu menn sig sérstaklega vel.

Aha!

Það hefði mátt segja áhöfninni á rússneska kafbátnum Kursk frá því­ að þeir væru ekki í­ neinni hættu, enda á heræfingu – og þar vanda menn sig svo vel að engin hætta er á slysum.

ín þess að hafa nein sérstök gögn til að styðja þá skoðun mí­na, þá reikna ég með að meirihluti slysa tengdum herjum á friðartí­mum eigi sér einmitt stað á æfingum. Þar er verið að prófa nýjar aðstæður, sem eru frábrugðnar gömlu rútí­nunni.

Ekki þar fyrir að mér fannst utanrí­kisráðherra ekki einu sinni trúa sjálf á þennan málflutning sinn…