Ljóðhús

Ekki komst ég á Bessastaði í­ dag þar sem í­slensku bókmenntaverðlaunin voru afhent. Þangað var mér þó boðið – út á setuna í­ nefndinni sem valdi bækurnar í­ úrslitin.
Ljóðhús Þorsteins Þorsteinssonar hrepptu hnossið í­ almenna flokknum, sem mér finnst mjög maklegt. Oft hafa verðlaunabækurnar í­ þessum flokki verið það sem kalla má „gjafabækur“ – veglegar útgáfur með fí­nu prentverki, einkum hugsaðar til stórafmælisgjafa. Ljóðhús er hins vegar hefðbundin fræðibók – massí­vur texti, bönsj af tilví­sunum – og ekkert léttmeti.

Á ljósi þessa vals verður því­ ályktun stjórnar Reykjaví­kurakademí­unnar þess efnis að hlutur fræðibóka væri rýr í­ bókmenntaverðlaunum ársins enn skringilegri, enda byggðist hún lí­klega á misskilningi.

En til hamingju Þorsteinn!