Einhver þyrfti að skrifa sögu pólitískra mótmæla á Íslandi – og það sem allra fyrst. Þar til það verður gert munum við líklega þurfa að þola það eftir hver einustu mótmæli sem minnsti broddur er í, að slíkt hafi aldrei áður gerst í Íslandssögunni. Sú hugmynd að stjórnmálasaga Íslands hafi einungis að geyma þrenn mótmæli: …
Monthly Archives: janúar 2008
Fyrir matgæðinga
Minnt er á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudag. Matseðillinn verður með austur-evrópsku sniði: * Ungversk gúllassúpa með paprikusnúðum og sterku paprikumauki * Rúmensk grænmetissúpa * Búlgarskt grænmetissalat Gestakokkur er að þessu sinni Nanna Rögnvaldardóttir. Ingibjörg Haraldsdóttir skáldkona les úr nýlegri endurminningabók sinni. Málsverðurinn hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500
Öllum lokið
Það er úr mér allur vindur. Fór síðdegis upp á Höfða til að ná í póstsendingu. Þangað þurfti ég að fara vegna þess að sending með barmmerkjaefni væri komin frá Bandaríkjunum og það þyrfti heimild mína til að opna pakkann í leit að reikningi. Þegar loksins var komin röðin að mér fékk ég þau svör …
6.527
Það hægt að vera á móti nýja borgarstjórnarmeirihlutanum á ýmsum forsendum. Aðdragandi samstarfsins var subbulegur, færa má fyrir því rök að Ólafur F. Magnússon hafi ekkert í borgarstjóradjobbið að gera o.s.frv. Ég get hins vegar ekki fallist á þann málflutning að það sé einhver sérstakur skandall að borgarstjórinn komi af lista sem hefur tiltölulega fá …
Afsögnin
Fyrir nokkrum dögum – þegar fatakaupamál Björns Inga komu fyrst upp í umræðuna – skrifaði ég á þessum vettvangi að reiði Guðjóns Ólafs hlyti að snúast um annað og meira en nokkur jakkaföt úr því að hann réðist svona gegn gömlum trúnaðarvini. – Það staðfestist síðar þegar Guðjón Ólafur framdi pólitískt harakírí í sjónvarpsviðtali. Á …
Steinunn 1 : Róbert 0
Þessa daganna er ég uppfullur af því að vera þingmannsmaki (þingmannsherra er einhvern veginn orð sem gengur ekki upp – og varla er ég þingmannsfrú…) Það þýðir að ég hangi langdvölum á vef Alþingis, les og hlusta á ræður – pæli mig í gegnum þingskjöl og þess háttar. Á ljós kemur að Alþingisvefurinn er – …
Jason Jones
Á gær var leikin í „The Daily Show““ með Jon Stewart viðtalsbútur sem sjónvarpsmaðurinn Jason Jones tók við mig fyrir margt löngu. Þetta myndband hefur gengið manna á milli í dag, svo ég nenni ekki að tengja á það. Ég var reyndar nánast búinn að gleyma þessu viðtali – og átti satt að segja allt …
Gullkorn
9. bekkingar í heimsókn í Rafheimum. Ég er að ræða um segla og segulmagn – og kvarta í leiðinni yfir því hversu erfitt sé að kaupa góða og sterka segla hér á landi. Ein stúlkan réttir upp höndina og spyr í dásamlegri einlægni: „Hefurðu prófað Seglagerðina Ægi?“ Snilld!
Liverpool
Ég er umkringdur Liverpool-stuðningsmönnum, enda heldur annar hver maður af minni kynslóð með því liði. Yfirleitt láta þeir sér nægja að tuða yfir því að hinn eða þessi leikmaðurinn sé meiddur og láta eins og liðið vanti bara herslumuninn uppá að blanda sér í baráttu um Englandsmeistaratitilinn (sem er firra). Um þessar mundir tala þeir …
Bögg
Ég veit ekki hvort hugtakið bögg hefur verið skilgreint með nægilega afgerandi hætti. Hér eru tvær uppástungur: i) Bögg er þegar maður labbar út af vinnustaðnum sínum til að sækja barnið á leikskóla, en sér að það er sprungið á bílnum, fer í skottið og uppgötvar að hólfið með varadekkinu er fullt af vatni/klaka og …