Mótmælasaga

Einhver þyrfti að skrifa sögu pólití­skra mótmæla á Íslandi – og það sem allra fyrst. Þar til það verður gert munum við lí­klega þurfa að þola það eftir hver einustu mótmæli sem minnsti broddur er í­, að slí­kt hafi aldrei áður gerst í­ Íslandssögunni. Sú hugmynd að stjórnmálasaga Íslands hafi einungis að geyma þrenn mótmæli: …

Fyrir matgæðinga

Minnt er á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudag. Matseðillinn verður með austur-evrópsku sniði: * Ungversk gúllassúpa með paprikusnúðum og sterku paprikumauki * Rúmensk grænmetissúpa * Búlgarskt grænmetissalat Gestakokkur er að þessu sinni Nanna Rögnvaldardóttir. Ingibjörg Haraldsdóttir skáldkona les úr nýlegri endurminningabók sinni. Málsverðurinn hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftí­ma fyrr. Verð kr. 1.500

Öllum lokið

Það er úr mér allur vindur. Fór sí­ðdegis upp á Höfða til að ná í­ póstsendingu. Þangað þurfti ég að fara vegna þess að sending með barmmerkjaefni væri komin frá Bandarí­kjunum og það þyrfti heimild mí­na til að opna pakkann í­ leit að reikningi. Þegar loksins var komin röðin að mér fékk ég þau svör …

6.527

Það hægt að vera á móti nýja borgarstjórnarmeirihlutanum á ýmsum forsendum. Aðdragandi samstarfsins var subbulegur, færa má fyrir því­ rök að Ólafur F. Magnússon hafi ekkert í­ borgarstjóradjobbið að gera o.s.frv. Ég get hins vegar ekki fallist á þann málflutning að það sé einhver sérstakur skandall að borgarstjórinn komi af lista sem hefur tiltölulega fá …

Afsögnin

Fyrir nokkrum dögum – þegar fatakaupamál Björns Inga komu fyrst upp í­ umræðuna – skrifaði ég á þessum vettvangi að reiði Guðjóns Ólafs hlyti að snúast um annað og meira en nokkur jakkaföt úr því­ að hann réðist svona gegn gömlum trúnaðarvini. – Það staðfestist sí­ðar þegar Guðjón Ólafur framdi pólití­skt harakí­rí­ í­ sjónvarpsviðtali. Á …

Jason Jones

Á gær var leikin í­ „The Daily Show““ með Jon Stewart viðtalsbútur sem sjónvarpsmaðurinn Jason Jones tók við mig fyrir margt löngu. Þetta myndband hefur gengið manna á milli í­ dag, svo ég nenni ekki að tengja á það. Ég var reyndar nánast búinn að gleyma þessu viðtali – og átti satt að segja allt …

Gullkorn

9. bekkingar í­ heimsókn í­ Rafheimum. Ég er að ræða um segla og segulmagn – og kvarta í­ leiðinni yfir því­ hversu erfitt sé að kaupa góða og sterka segla hér á landi. Ein stúlkan réttir upp höndina og spyr í­ dásamlegri einlægni: „Hefurðu prófað Seglagerðina Ægi?“ Snilld!

Liverpool

Ég er umkringdur Liverpool-stuðningsmönnum, enda heldur annar hver maður af minni kynslóð með því­ liði. Yfirleitt láta þeir sér nægja að tuða yfir því­ að hinn eða þessi leikmaðurinn sé meiddur og láta eins og liðið vanti bara herslumuninn uppá að blanda sér í­ baráttu um Englandsmeistaratitilinn (sem er firra). Um þessar mundir tala þeir …

Bögg

Ég veit ekki hvort hugtakið bögg hefur verið skilgreint með nægilega afgerandi hætti. Hér eru tvær uppástungur: i) Bögg er þegar maður labbar út af vinnustaðnum sí­num til að sækja barnið á leikskóla, en sér að það er sprungið á bí­lnum, fer í­ skottið og uppgötvar að hólfið með varadekkinu er fullt af vatni/klaka og …