„Ef það hljómar of vel til að vera satt – þá er það yfirleitt ekki satt…“ – Eitthvað á þessa leið er heilræðið sem lögreglan gefur fólki sem fær gylliboð frá Nígeríu um skrilljónir inn á bankareikninginn sinn. Ólafur F. Magnússon ætti að hafa þessi sannindi í huga. Sjálfstæðisflokkurinn gefur honum eftir borgarstjóraembættið og alla …
Monthly Archives: janúar 2008
Kurteislegt lífsrými
Frjálslyndi flokkurinn er í umræðunni um þessar mundir. Það er eitt sérkennilegt batterí. Formaður ungliðahreyfingarinnar heitir Viðar Guðjohnsen. Hann heldur úti heimasíðu, þar sem lesa má pólitísk einkunnarorð hans. Þau eru á þessa leið: Höfundur er Frjálslyndur þjóðarsinni sem aðhyllist hófsama aðskilnaðarstefnu. Haag? Hófsama aðskilnaðarstefnu? Erum við í alvörunni að tala um það að stjórnmálaflokkur …
Sagði ég ekki…
…áður en fráfarandi meirihluti var myndaður skrifaði ég færslu um það hvers vegna hugmyndin gengi ekki upp í mínum huga. Það hafði ekkert að gera með Framsóknarflokkin – heldur Frjálslynda. Núna gæti ég sagt: þetta vissi ég alltaf…Â
Nurl
Íslensk félagasamtök lifa á því að selja klósettpappír og rækjur. Það er þekkt staðreynd. Nú vantar fjölskylduna á Mánagötu ekki rækjur – en það fer alveg að verða kominn tími á hitt. Er ekki einhver íþróttaflokkurinn, skátadeild eða flugbjörgunarsveit með heimsendingu á klósettpappír? Þeir sem fyrstir gefa sig fram í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan fá …
Leikminjar
Íslendingar eru of duglegir við að stofna söfn. Fjöldi safna á Íslandi er útúr korti miðað við íbúafjölda – reyndar lagast hlutfallið aðeins ef tekið er tillit til þess hversu margar sýningar eða „setur“ eru ranglega kölluð söfn. Hugtakið safn er nefnilega skilgreint fyrirbæri og felur meðal annars í sér kröfu um að verið sé …
Sloan vs. Polgar
Sam Sloan er mögulega frægasti brjálæðingur Internetsins. Heimasíða hans, Ishipress.com, hefur um árabil verið frábær heimild um hugarheim manns með þráhyggju og furðulega blöndu af snilli og brjálsemi. Þar sem Sloan er bæði Íslandsvinur og skákáhugamaður átti ég von á skrifum um Bobby Fischer á síðunni hans. Á ljós kom að Sloan er um þessar …
Dylgjur
Æ, hvað þetta bréf frá Guðjóni Ólafi er nú eitthvað skúnkalegt. Ef hann hefur ástæðu til að ætla að Björn Ingi & co hafi látið flokkskontórinn borga jakkafötin sín – þá á hann einfaldlega að segja það… …ekki nota dylgjustílinn: „nú eru þrálátar sögur í gangi (sem auðvitað eru ekki sannar) sem segja að…“ – …
Starfsdagur
Það er starfsdagur á leikskólanum Sólhlíð. Með Steinunni á þingflokks- og nefndafundum í allan dag tók ég mér frí í vinnunni. íður en farið verður út í snjóinn, er gónt á barnaefni. Um þessar mundir er langvinsælasta efnið dvd-diskur með Gunna og Felix, sem heitir „Sveitasæla“. Þetta er mjög vel unnið efni og skemmtilegt. Vita …
Handboltafár
Þeir eru klókir handknattleiksmenn, að setja stórmótin sín niður í janúar. Þá er ekkert á seyði í íþróttaheiminum og fínt að fá svona keppni oní skammdegið. Fyrstu þrír leikirnir (í dag, laugardag og sunnudag) verða sýndir í Friðarhúsi. Á kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhaldið. Allir velkomnir. Hvernig fer í kvöld? Tja – ég skýt …
Konur með víni
Næst þegar maður les vandaða frétt eftir Óla Tynes um svallið hjá Paris Hilton eða Jessicu Simpson – þá er vert að spyrja sig að því hvaða tilgangi endalausar fregnir af drykkjuskap og stóðlífi ungra kvenna þjóni… Bendi á þessa grein á Spiked – þar sem ýmsum áhugaverðum spurningum er velt upp.