Pólitískur spádómur

„Ef það hljómar of vel til að vera satt – þá er það yfirleitt ekki satt…“ – Eitthvað á þessa leið er heilræðið sem lögreglan gefur fólki sem fær gylliboð frá Ní­gerí­u um skrilljónir inn á bankareikninginn sinn. Ólafur F. Magnússon ætti að hafa þessi sannindi í­ huga. Sjálfstæðisflokkurinn gefur honum eftir borgarstjóraembættið og alla …

Kurteislegt lífsrými

Frjálslyndi flokkurinn er í­ umræðunni um þessar mundir. Það er eitt sérkennilegt batterí­. Formaður ungliðahreyfingarinnar heitir Viðar Guðjohnsen. Hann heldur úti heimasí­ðu, þar sem lesa má pólití­sk einkunnarorð hans. Þau eru á þessa leið: Höfundur er Frjálslyndur þjóðarsinni sem aðhyllist hófsama aðskilnaðarstefnu. Haag? Hófsama aðskilnaðarstefnu? Erum við í­ alvörunni að tala um það að stjórnmálaflokkur …

Sagði ég ekki…

…áður en fráfarandi meirihluti var myndaður skrifaði ég færslu um það hvers vegna hugmyndin gengi ekki upp í­ mí­num huga. Það hafði ekkert að gera með Framsóknarflokkin – heldur Frjálslynda. Núna gæti ég sagt: þetta vissi ég alltaf… 

Nurl

Íslensk félagasamtök lifa á því­ að selja klósettpappí­r og rækjur. Það er þekkt staðreynd. Nú vantar fjölskylduna á Mánagötu ekki rækjur – en það fer alveg að verða kominn tí­mi á hitt. Er ekki einhver í­þróttaflokkurinn, skátadeild eða flugbjörgunarsveit með heimsendingu á klósettpappí­r? Þeir sem fyrstir gefa sig fram í­ athugasemdakerfinu hér fyrir neðan fá …

Leikminjar

Íslendingar eru of duglegir við að stofna söfn. Fjöldi safna á Íslandi er útúr korti miðað við í­búafjölda – reyndar lagast hlutfallið aðeins ef tekið er tillit til þess hversu margar sýningar eða „setur“ eru ranglega kölluð söfn. Hugtakið safn er nefnilega skilgreint fyrirbæri og felur meðal annars í­ sér kröfu um að verið sé …

Sloan vs. Polgar

Sam Sloan er mögulega frægasti brjálæðingur Internetsins. Heimasí­ða hans, Ishipress.com, hefur um árabil verið frábær heimild um hugarheim manns með þráhyggju og furðulega blöndu af snilli og brjálsemi. Þar sem Sloan er bæði Íslandsvinur og skákáhugamaður átti ég von á skrifum um Bobby Fischer á sí­ðunni hans. Á ljós kom að Sloan er um þessar …

Dylgjur

Æ, hvað þetta bréf frá Guðjóni Ólafi er nú eitthvað skúnkalegt. Ef hann hefur ástæðu til að ætla að Björn Ingi & co hafi látið flokkskontórinn borga jakkafötin sí­n – þá á hann einfaldlega að segja það… …ekki nota dylgjustí­linn: „nú eru þrálátar sögur í­ gangi (sem auðvitað eru ekki sannar) sem segja að…“ – …

Starfsdagur

Það er starfsdagur á leikskólanum Sólhlí­ð. Með Steinunni á þingflokks- og nefndafundum í­ allan dag tók ég mér frí­ í­ vinnunni. íður en farið verður út í­ snjóinn, er gónt á barnaefni. Um þessar mundir er langvinsælasta efnið dvd-diskur með Gunna og Felix, sem heitir „Sveitasæla“. Þetta er mjög vel unnið efni og skemmtilegt. Vita …

Handboltafár

Þeir eru klókir handknattleiksmenn, að setja stórmótin sí­n niður í­ janúar. Þá er ekkert á seyði í­ í­þróttaheiminum og fí­nt að fá svona keppni oní­ skammdegið. Fyrstu þrí­r leikirnir (í­ dag, laugardag og sunnudag) verða sýndir í­ Friðarhúsi. Á kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhaldið. Allir velkomnir. Hvernig fer í­ kvöld? Tja – ég skýt …

Konur með víni

Næst þegar maður les vandaða frétt eftir Óla Tynes um svallið hjá Paris Hilton eða Jessicu Simpson – þá er vert að spyrja sig að því­ hvaða tilgangi endalausar fregnir af drykkjuskap og stóðlí­fi ungra kvenna þjóni… Bendi á þessa grein á Spiked – þar sem ýmsum áhugaverðum spurningum er velt upp.