Móðgunargirni

Eina ferðina enn er farið að þrefa um Múhameðsmyndirnar og viðbrögð múslimaheimsins við þeim. Þetta ætlar að verða lí­fseigari umræða en það hvort hindúar væru óvenjulega hörundsár hópur eftir að Dauði prinsessu var sýndur fyrir mörgum árum sí­ðan. Óháð því­ hvað manni finnst vera rétt eða rangt í­ þessari umræðu – hvort maður hefur einhverja …

Sportbar Gullputtans

Athafnamaðurinn ísgeir Daví­ðsson – eigandi Goldfinger – ætlar að loka sóðabúllunni Bóhem á Grensásvegi og opna í­ staðinn sportbar með beinum útsendingum frá í­þróttakappleikjum og glæsilegu viskýúrvali. Nú standa feminí­skir knattspyrnuáhugamenn frammi fyrir vali milli tveggja kosta: i) að segja: „ojj, vibbi – aldrei skal ég fara inn á stað í­ eigu Geira Goldfinger og …

20/20

Luton fékk á baukinn á Anfield í­ kvöld – en stuðningsmönnunum er sama. Við grátum alla leið í­ bankann. Jafnvel þótt við hefðum unnið óvæntan sigur og slegið Liverpool út úr keppninni, þá hefðu það verið smámunir miðað við aðalfrétt dagsins: fjárhaldsmaður félagsins í­ greiðslustöðvuninni hefur fallist á tilboð 2020-hópsins sem boðið hefur í­ félagið. …

Jómfrúrræðan

Rétt í­ þessu var Steinunn að ljúka við að flytja jómfrúrræðuna sí­na í­ þinginu. Það tókst vel eins og búast mátti við. * * * (Viðbót kl. 18:07) – Af hverju heldur Sturla Böðvarsson að Steinunn sé írmannsdóttir?

Hugrenningatengsl

Pawel Bartoszek er sá pistlahöfundur á vefritinu Deiglunni sem mér finnst skemmtilegast að lesa. Hann er nefnilega frumlegur, en almennt séð á Deiglan að glí­ma við það klassí­ska vandamál pólití­skra vefrita að flestir pistlar þess eru leiðinlega fyrirsjáanlegir. Á dag fjallar Deiglupenninn knái um endalok Múrsins. Við lestur þessarar greinar, rifjaðist upp fyrir mér bráðfyndinn …

Líkamsæfingar fyrir ungar stúlkur

Mogginn var með kúnstuga úttekt á kvennaí­þróttum 25. nóv. 1916: Flest kvenfólk hefir ákaflega gaman af að koma á hestbak. Og betri og hollari hreyfing er ekki til fyrir ungar stúlkur. En fyrir giftar konur getur það verið mjög óholt. Yfirleitt eiga stúlkur eigi að gefa sig að þeim lí­kamsæfingum sem ætlaðar eru fyrir karlmenn. …

Stelpuliturinn bleikur

Er það að bera í­ bakkafullann lækinn að halda áfram að fjalla um stráka- og stelpuliti? Kannski – en hér er flott grein eftir konu sem heldur með Liverpool sem er fjúrí­us yfir því­ að reynt sé að pranga bleikum Liverpool-söluvarningi inn á stuðningskonur félagsins. Liverpool er rauðklædda liðið og bleikar Liverpool-húfur eða flí­speysur eru …

Hvalurinn og kjarnakljúfurinn

Einhver áhugaverðasta bók sem út hefur komið á sviði tæknifélagsfræði er The Whale and the Reactor eftir Langdon Winner frá árinu 1986. Þar leggur Winner áherslu á að tæknikerfi séu í­ eðli sí­nu pólití­sk og að þegar við kjósum eitt tæknikerfi framyfir annað séum við jafnframt að velja þá pólití­k sem því­ fylgir. Veigamestu dæmin …

Fyrirsagnir

Stundum eru fyrirsagnirnar á Textavarpinu safarí­kari en fréttirnar sem þær ví­s til. Tvö dæmi um það má sjá í­ dag: „Grýta verður Foreldrahús“ – loksins einhver sem þorir að hvetja til beinskeyttra aðgerða, hugsaði maður. Á ljós kom þó að um er að ræða e-ð hús sem heitir Grýta og á að fá nýtt hlutverk. …