Sir Edmund

Sir Edmund Hillary er látinn. Það rifjar upp minningu um eitt af súrrealí­skustu augnablikum í­slenskrar fjölmiðlasögu – þegar Íslendingar eignuðust sí­na fyrstu fulltrúa á tindi Everest og einhver fjölmiðlamaðurinn sá ástæðu til að hringja í­ Hillary gamla og segja honum frá þessu og spyrja hvort hann væri ekki ánægður með að Íslendingur hefði komist á …

Sögulegur GB dráttur

Drátturinn í­ annarri umferð framhaldsskólaspurningakeppninnar var merkilegur – því­ með honum er ljóst að nýr skóli kemst í­ úrslitakeppnina í­ Sjónvarpinu. ísfirðingum hefur, ótrúlegt nokk, aldrei tekist að fara í­ fjórðungsúrslitin þótt stundum hafi litlu munað. Nýi menntaskólinn í­ Borgarnesi mætir ísfirðingum í­ keppninni um sjónvarpssætið. Ég veðja á ísafjarðarsigur og beina útsendingu Sjónvarpsins að …

Þessi þungu högg

Á sí­ðasta hálftí­manum hefur húsið í­ tví­gang skolfið á þann hátt að maður í­myndar sér að pí­anóið hjá fólkinu á efri hæðinni hafi steypst fram fyrir sig. Þetta er verulega hvimleitt og óþægilegt.  Bý ég þó í­ Norðurmýrinni en ekki í­ Holtunum þar sem verið er að sprengja og fleyga allan daginn. Óðinn bjargi fólkinu …

Hvers á Jóhann Geirdal að gjalda?

Rétt í­ þessu var spurt í­ framhaldsskólakeppninni um sí­ðasta formann Alþýðubandalagsins og gefið rétt fyrir Margréti Frí­mannsdóttur. Hið rétta er að sjálfsögðu Jóhann Geirdal, sem tók við formennsku af  Margréti og gegnir henni enn – eftir því­ sem ég veit best. Þetta er klúður.

Fjármál

Eftir lí­fróður Luton Town sí­ðustu vikur, veit ég skyndilega miklu meira um bresk gjaldþrotalög en ég hafði áður kært mig um að vita. Þótt fréttirnar af framvindu mála séu brotakenndar og oft fullar af ýkjum og uppspuna. Við erum sem sagt í­ því­ sem Bretar kalla „Administration“, sem lí­klega er réttast að þýða sem greiðslustöðvun. …

Eftirmaður Stalíns

Rétt í­ þessu var spurt að því­ í­ framhaldsskólaspurningakeppninni hver hefði tekið við af Stalí­n sem leiðtogi Sovétrí­kjanna. Gefið var rétt fyrir Krútsjoff. Þetta er nú eiginlega ekki rétt. Ef spurt hefði verið um arftaka Stalí­ns í­ embætti leiðtoga Kommúnistaflokksins, væri þetta rétt svar. Malenkov er hins vegar næstur í­ röð Sovétleiðtoga. En spurningarnar virðast …

Don´t mention the War

„Ekki rifja upp strí­ðið…“ sagði Basil Fawlty í­ klassí­sku atriði í­ þáttunum um Hótel Tindastól. Þessi sena rifjaðist upp við lestur bæklingsins sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér í­ dag. Hann lí­tur vel út og er um flest læsilegur… en það er eitthvað sem vantar. Yfirbragðið minnir á það sem vænta mætti frá stjórnarflokkum en …

Forsetaefnin

Miðað við þá staðalmynd sem margir hafa af Bandarí­kjunum sem rammtrúuðu og í­haldssömu samfélagi er það óneitanlega nokkuð merkilegt hversu fjölbreytilegur frambjóðendahópurinn í­ forsetakosningunum er í­ raun. Á hópi sigurstranglegri kandidata er kona, blökkumaður með arabí­skt millinafn og mormóni. Evrópubúar – sem telja sig þó miklu ví­ðsýnni og umburðarlyndari en Bandarí­kjamenn – virðast alltaf kjósa …