Hnyttið

Fyrir Liverpool-leikinn eftir rúma viku, hafa stuðningsmenn Luton efnt til verðlaunasamkeppni um fyndnasta textann á borða eða spjald. Sem stendur hefur þessi vinninginn: My other banner is better but it has been nicked

Ferguson

Allir fótboltasögunördar vita að faðir knattspyrnunnar á Íslandi var James B. Ferguson – skoskur prentari sem starfaði hér árið 1895. Hann kenndi heimamönnum að sparka í­ bolta – og í­ kjölfarið var Fótboltafélag Reykjaví­kur stofnað. Hann var lí­ka upphafsmaður fimleikaæfinga hér á landi. Þetta vita allir góðir menn. EN – af hverju hefur enginn gengið …

Í beinni

Enn vænkast hagur okkar Luton-manna. Seinni leikurinn gegn Liverpool verður lí­ka í­ beinni útsendingu á Sky – nánar tiltekið þri. 15. janúar. Það þýðir meiri peninga í­ kassann – harma það einungis vondir menn. Og seinnipartinn í­ dag ætti að skýrast hvort kominn sé vænlegur kaupandi að klúbbnum. Engir Íslendingar leyfi ég mér þó að …

Össur

Ég reyni að leggja í­ vana minn að verja ekki Össur Skarphéðinsson meira en þurfa þykir – en mér finnst umræðan um skipan Orkumálastjóra nokkuð sérkennileg. Við fyrstu sýn virðist umsækjandinn sem varð fyrir valinu hafa ansi glæsilega ferilsskrá – prófessor og deildarforseti við flotta verkfræðideild í­ Sví­þjóð. Það eitt og sér hlýtur að gera …

Snilld!

Það var frábært að horfa upp á Luton gera jafntefli við Liverpool í­ enska bikarnum í­ dag. Við vorum fjandakornið betri í­ leiknum og hefðum hæglega getað stolið sigrinum. Úrslitin eru einhver þau mikilvægustu í­ sögu liðsins. Eftir á að hyggja hefðum við ekki haft ráð á að vinna – tekjurnar af seinni leiknum verða …

Ron Paul

Bandarí­sku forkosningarnar eiga eftir að dóminera í­ fréttum næstu vikurnar og því­ alveg eins gott að spila bara með og reyna að fylgjast með. Repúblikanamegin er skemmtilegast að fylgjast með Ron Paul, sem er stórmerkilegur stjórnmálamaður. Tí­u prósentin hans í­ Iowa eru væntanlega eitthvað undir væntingum og hann má helst ekki fá minna í­ New …

Afríka?

Á janúar og febrúar verður Afrí­kukeppni landsliða í­ knattspyrnu. Þar leika margir af flottustu fótboltamönnum heims. Og nú er mér spurn – verður Sýn með útsendingar frá þessari keppni? Og ef ekki – verður RÚV þá með það? Nú kostar þessi keppni væntanlega skí­t og kanil fyrir rí­kissjónvarpsstöð á Norðurlöndum – og hví­ þá ekki …

18*8

Á kvöld spilaði ég fótbolta í­ agnarsmáum sal í­ Austurbæjarskóla. Mér taldist til að hann væri 18 sinnum 8 metrar. Með tveimur þriggja manna liðum minnti atgangurinn frekar á veggtennis en knattspyrnu. Djöfull bölvaði skrokkurinn aukahangikjötssneiðunum meðan á þessum ósköpum stóð.

Var mikið sungið á þínu heimili?

Fyrir nokkrum vikum ærðust bloggheimar yfir því­ að Kolbrún Halldórsdóttir vogaði sér að velta því­ upp þeirri spurningu hvort ungbarnaföt ættu að vera bleik og blá. Þetta var talið glöggt dæmi um að stjórnmálamenn hefðu of lí­tið að gera í­ vinnunni og hversu firrtir pólití­kusar geti verið og í­ litlum tengslum við „raunveruleg“ vandamál. Nú …