Tímaritavefur Landsbókasafnsins er frábær – eins og margoft hefur verið áréttað á þessari síðu. Á vikunni náðist þar sá merki áfangi að búið er að setja Þjóðviljann í heild sinni inn á vefinn. Það eru gleðileg tíðindi. Nú eru Mogginn og Þjóðviljinn aðgengilegir þarna, sem og Dagur frá Akureyri – allt þar til blaðið rann …
Monthly Archives: febrúar 2008
Mánagötur
Flest internetævintýri Moggans enda með skelfingu. Á því eru þó nokkrar undantekningar. Þeirra veigamest er fasteignavefur mbl. Allir sem eru að leita að fasteign fara þangað – og hvergi annað. Nú er ég ekki í íbúðaleit, en fer þó alltaf öðru hvoru inn á vefinn og prófa að slá inn leitarorðinu „Mánagata“ og tékka jafnvel …
Svona borðar maður…
Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu sinni verður samkoman í umsjón Menningar- og friðarsamtakanna MFíK.Kokkur kvöldsins er Veróníka S.K. Palaniandy (Rúbý) frá Singapúr. Matseðillinn verður mátulega framandi til að falla öllum í geð: * Kjötbollur (nautakjöt) með ferskum grænum piparkornum, basilíku og myntu. * Gular baunir í …
Gallinn við pólsku verkamennina
Hér á Minjasafninu er fjöldinn allur af pólskum smiðum og verkamönnum að störfum. Rétt sem stendur eru þeir að koma fyrir loftklæðningu. Þetta eru hörkunaglar og hinir vinalegustu – þótt þeir tali litla ensku og ég litla þýsku. En þeir hafa einn galla og hann ekki lítinn… …þeir láta útvarpið drynja meðan þeir eru að …
Niðurlæging Morgunblaðsins fullkomnuð
Það er kunnara en frá þurfi að segja að Mogginn hefur á síðustu misserum glatað þeirri yfirburðastöðu sem hann hafði áður meðal íslenskra prentmiðla. Ég hafði þó ekki gert mér grein fyrir því hversu skuggalegt ástandið væri orðið. Pistill Vef-Þjóðviljans í dag segir í raun alla söguna um hrun blaðsins. Á stuttu máli er pistillinn …
El Grillo
Seyðisfjarðarbjórinn El Grillo bragðast bara ágætlega. Ekkert dúndur, en betri en nánast allt það sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðir. Tengdapabbi, sem kaupir gjarnan Kalda – einkum ef hann á von á mér í heimsókn – myndi kunna vel að meta þennan bjór. Og ekki spillir Austfjarðatengingin. Spurning hvort Nobbararnir séu hættir að drekka Prins Christian …
Fjölmenning og pólitísk rétthugsun skríða fyrir trúarofstækismönnum!
Haukur Þorgeirsson flettir ofan af alvarlegu máli í athugasemd við færsluna hér að neðan. Eins og menn muna, hafa kirkjunnar menn kvartað yfir því að Nói-Síríus setji litlar gúmmífígúrur – Púka – oná hluta páskaeggjanna sinna. Þetta eru hin svokölluðu „Púkaegg“ sem glatt hafa börnin síðustu árin. Púkarnir eru óskaplega vinalegar fígúrur, en vissulega með …
Continue reading „Fjölmenning og pólitísk rétthugsun skríða fyrir trúarofstækismönnum!“
Flökkugrís
Net-Mogginn birti fyrir einni og hálfri klukkustund frétt um að bankastofnanir væru að afleggja sparigrísi til að móðga ekki múslima. Nú þegar hafa tæplega tuttugu Moggabloggarar skrifað færslur um að þessir óðu múslimar séu búnir að gana of langt. Fréttin er hins vegar gömul flökkusögn – sem fór víða árið 2005. Hluti fréttarinnar í dag …
Borgarfulltrúar
Oddný Sturludóttir skrifar færslu um fjölda borgarfulltrúa – í tengslum við hugmyndir um aðstoðarmenn þingmanna. Hún bendir réttilega á að borgarfulltrúar séu jafnmargir nú og árið 1908 – fimmtán talsins. Af greininni mætti skilja að svo hafi alltaf verið, en það er þó ekki rétt, eins og ég geri ráð fyrir að Oddný viti. Vinstrimeirihlutinn …
Afkomuviðvörun?
Á ljósi dómsins í blogg-meiðyrðamáli Ómars R. Valdimarssonar ætti ég kannski að láta athuga lánstraustið hjá bankanum mínum. Ómar var nefnilega gerður að umræðuefni á þessari síðu fyrir alllöngu – og dróst raunar sjálfur inn í þá umræðu. Það gætu legið einhverjir þúsundkallar í þessu… # # # # # # # # # # …