Efnahasmál

Enn og aftur sannast að ég skil ekki efnahagsmál.

Fyrir nokkrum mánuðum voru það stórkostlegar fréttir að gamli Búnaðarbankinn ætlaði að kaupa banka í­ Hollandi.

Núna eru það álí­ka góðar fréttir að hætt hafi verið við kaupin.

Ví­sir fræðir okkur um það í­ dag að: „Nú stendur Kaupþing hinsvegar eftir nokkuð sterkt á svellinu. Það að hætt hafi verið við kaupin þýðir að Kaupþing er með góða lausafjárstöðu, hlutir í­ bankanum eru á uppleið og skuldabréfaálagið hefur þegar lækkað um 125 púnkta í­ morgun.“

Ókey… í­ anda þessarar hagfræði lýsi ég því­ hér með yfir að fjölskyldan á Mánagötunni ætlar að kaupa Laugavegshúsin þegar Reykjaví­kurborg mun setja þau á sölu. Þessi metnaðarfullu áform munu vekja aðdáun greiningadeilda og vera talin til marks um styrka stöðu heimilisbókhaldsins.

Eftir hálft ár munum við svo tilkynna að við séum hætt við að kaupa húsin – sem verður ekki sí­ður tekið með húrrahrópum, enda höfum við þá sparað mörghundruð milljónir og þar með reddað skulda- og lausafjárstöðunni. Skothelt plan!

Join the Conversation

No comments

  1. Já þú gætir alveg gert það ef þú teldir það góða fjárfestingu og fengir einhvern banka til að lána þér peninginn á hagstæðum vöxtum.

    Svo breytast aðstæður á fjármálamörkuðum ófyrirséð og allt í­ einu er lánsféð sem þér hafði verið lofað, ekki lengur fáanlegt nema með það háum vöxtum að fjárfestingin sem þú hafðir skuldbundið þig til að gera er ekki lengur hagstæð heldur raunveruleg kvöð á heimilinu. Fyrirséð er að þú munt tapa peningum á húsakaupunum miðað við nýju vaxtakjörin. Þá er betra að geta losað sig undan kaupunum með því­ að rifta kaupsamningi og nota peningana sem þú hafðir sanfað upp í­ útborgun í­ eitthvað annað.

  2. Nei, maður horfir oft á Alþingi og hugsar með sér. ,,þessir VG liðar skilja ekki efnahagsmál“ 😉

Leave a comment

Skildu eftir svar við Vinur Stebbah Kalla Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *