Jótland/Fjónn

Jæja, þá er fjölskyldan á Mánagötu búin að festa sér flugmiða með Iceland Express til Danmerkur seinni hluta júní­mánaðar. Við fljúgum á Billund, gagngert til að sleppa Kaupmannahöfn. Tökum tvær vikur á Jótlandi og Fjóni, þar sem vinir og vandamenn verða heimsóttir.

Og ekki spillir fyrir að Elmuseet er á Jótlandi – en það mun vera eitt áhugaverðasta orkuminjasafn Norðurlanda. Þá er bara að telja niður dagana…