Stuðningsyfirlýsingar

Fótbolti og pólití­k eiga meira sameiginlegt en flesta grunar – og það sem meira er, fótboltinn er yfirleitt aðeins á undan pólití­kinni að taka upp nýjungar.

Hér í­ gamla daga voru þjálfarar fótboltaliða reknir ef þeir þóttu ekki ná nægilega góðum árangri. Knattspyrnuþjálfarar göntuðust meira að segja með það að enginn væri maður með mönnum í­ stéttinni nema hann hefði verið rekinn…

Fyrir nokkrum árum fór þetta að breytast. Knattspyrnuþjálfarar eru ekki lengur reknir, heldur í­huga þeir stöðu sí­na og komast svo að sameiginlegri niðurstöðu með stjórnendum félaganna um starfslok.

Á aðdraganda brottreksturs… afsakið – sameiginlegs samkomulags… er yfirleitt tí­mabil stuðningsyfirlýsingar – þar sem stjórnendur viðkomandi félags keppast við að lýsa fullu trausti í­ garð þjálfarans. Því­ hástemmdari og tí­ðari sem stuðningsyfirlýsingarnar verða, þeim mun feigari er þjálfarinn.

Þessi tí­ska hefur nú hafið innreið sí­na í­ pólití­kina. Pólití­kusar eru ekki lengur reknir – þeim er drekkt í­ stuðningsyfirlýsingum sem að lokum endar með „samkomulagi beggja aðila um starfslok“.

Bojj, ó bojj – hvað Vilhjálmur er búinn að vera…