Vinkvennatríóið í miðnefnd SHA: Erla, Steinunn Rögnvalds og Þórhildur Halla stóðu fyrir flottu nýliða- og ungliðakvöldi. Um 40 manns mættu á þétta dagskrá í Friðarhúsi, sem stóð frá átta til ellefu. Það skemmtilegasta við kvöldið var sú staðreynd að við erum alltaf að sjá ný og ný andlit á þessum samkomum. Endurnýjunin í samtökunum er mjög góð.
Steinunn var fengin til að halda stutta tölu um hermál á Alþingi. Henni er nokkuð brugðið, þar sem það var að renna upp fyrir henni að nú er hún búin að standa í friðarbaráttunni hálfa ævina. Hún sat fyrst í miðnefnd SHA 1995, þá kornung menntaskólastelpa.
Sjálfur fór ég ekki í miðnefnd fyrr en 1998, en hafði fyrst verið fenginn til að tala á fundi fyrir hönd samtakanna veturinn 1991-92. Þá var ég sextán, núna er ég þrjátíu og tveggja.
Það er dálítið óraunverulegt að fara með þessa tölfræði á fundum með 17-18 ára krökkum…
# # # # # # # # # # # # #
Á dag þjarmaði Steinunn að Jóhönnu Sigurðardóttur í umræðum um nýja almannatryggingarfrumvarpið. Þetta voru fyrirsjáanlegar umræður. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, írmann Kr. Ólafsson, flutti hefðbundnu ræðu Sjálfstæðismanna um vondu svikahrappana sem væru að svindla á örorkukerfinu. Ellert B. Schram talaði um að hann væri gamall en samt ern. ísta Ragnheiður endursagði framsöguræðu ráðherra og var búin með tímann áður en hún komst að því sem hún ætlaði að ræða um. Undir lok umræðunnar fóru Jón Magnússon og Ellert Bé svo í óskiljanlegt karp um eitthvað sem engu máli skipti og virtist ekki tengjast umræðuefninu á nokkurn hátt.
Það er eitthvað óraunverulegt við það þegar þingmenn fara að ræða launakjör öryrkja, ellilífeyrisþega eða láglaunastétta. Hversu margir sitjandi þingmenn skyldu hafa reynt það á eigin skinni að búa við kröpp kjör? Harla fáir geri ég ráð fyrir.
Steinunn er öryrki sem hefur engan lífeyrissjóð að að hverfa. Hún er sem sagt á strípuðum Tryggingastofnunarbótum og hefur verið það frá því að hún var 21 árs. Það eru þessar bætur sem írmann Kr. Ólafsson óttast svo mjög að einhverjir svikahrappar nái að kjafta sig inná.
Þær eru skítur og kanill.
Maður þarf ekki annað en að hafa séð einn greiðsluseðil frá Tryggjó, til að vilja grípa í suma þingmennina og hrista þá ærlega til. Við þurfum færri fyrrum aðstoðarmenn ráðherra á þing – og fleira fólk sem hefur reynslu af því að búa í þessu þjóðfélagi.
# # # # # # # # # # # # #
Vondur dagur í handboltanum. Nú mega Framstelpur amk ekki misstíga sig í næstu leikjum.
(Leiðrétting, kl. 8:00 – klaufalegri misritun á nafni breytt og ábending um það í athugasemdakerfi fjarlægð.)