Flottur fundur

Vinkvennatrí­óið í­ miðnefnd SHA: Erla, Steinunn Rögnvalds og Þórhildur Halla stóðu fyrir flottu nýliða- og ungliðakvöldi. Um 40 manns mættu á þétta dagskrá í­ Friðarhúsi, sem stóð frá átta til ellefu. Það skemmtilegasta við kvöldið var sú staðreynd að við erum alltaf að sjá ný og ný andlit á þessum samkomum. Endurnýjunin í­ samtökunum er mjög góð.

Steinunn var fengin til að halda stutta tölu um hermál á Alþingi. Henni er nokkuð brugðið, þar sem það var að renna upp fyrir henni að nú er hún búin að standa í­ friðarbaráttunni hálfa ævina. Hún sat fyrst í­ miðnefnd SHA 1995, þá kornung menntaskólastelpa.

Sjálfur fór ég ekki í­ miðnefnd fyrr en 1998, en hafði fyrst verið fenginn til að tala á fundi fyrir hönd samtakanna veturinn 1991-92. Þá var ég sextán, núna er ég þrjátí­u og tveggja.

Það er dálí­tið óraunverulegt að fara með þessa tölfræði á fundum með 17-18 ára krökkum…

# # # # # # # # # # # # #

Á dag þjarmaði Steinunn að Jóhönnu Sigurðardóttur í­ umræðum um nýja almannatryggingarfrumvarpið. Þetta voru fyrirsjáanlegar umræður. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, írmann Kr. Ólafsson, flutti hefðbundnu ræðu Sjálfstæðismanna um vondu svikahrappana sem væru að svindla á örorkukerfinu. Ellert B. Schram talaði um að hann væri gamall en samt ern. ísta Ragnheiður  endursagði framsöguræðu ráðherra og var búin með tí­mann áður en hún komst að því­ sem hún ætlaði að ræða um. Undir lok umræðunnar fóru Jón Magnússon og Ellert Bé svo í­ óskiljanlegt karp um eitthvað sem engu máli skipti og virtist ekki tengjast umræðuefninu á nokkurn hátt.

Það er eitthvað óraunverulegt við það þegar þingmenn fara að ræða launakjör öryrkja, ellilí­feyrisþega eða láglaunastétta. Hversu margir sitjandi þingmenn skyldu hafa reynt það á eigin skinni að búa við kröpp kjör? Harla fáir geri ég ráð fyrir.

Steinunn er öryrki sem hefur engan lí­feyrissjóð að að hverfa. Hún er sem sagt á strí­puðum Tryggingastofnunarbótum og hefur verið það frá því­ að hún var 21 árs. Það eru þessar bætur sem írmann Kr. Ólafsson óttast svo mjög að einhverjir svikahrappar nái að kjafta sig inná.

Þær eru skí­tur og kanill.

Maður þarf ekki annað en að hafa séð einn greiðsluseðil frá Tryggjó, til að vilja grí­pa í­ suma þingmennina og hrista þá ærlega til. Við þurfum færri fyrrum aðstoðarmenn ráðherra á þing – og fleira fólk sem hefur reynslu af því­ að búa í­ þessu þjóðfélagi.

# # # # # # # # # # # # #

Vondur dagur í­ handboltanum. Nú mega Framstelpur amk ekki misstí­ga sig í­ næstu leikjum.

(Leiðrétting, kl. 8:00 – klaufalegri misritun á nafni breytt og ábending um það í­ athugasemdakerfi fjarlægð.)