Kúrdistan

Hvenær verða Evrópurí­ki í­ raun og veru sjálfstæð? Er það þegar nógu margir utanrí­kisráðherrar hafa samþykkt sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra? Varla – ég held að eðlilegri skilgreining sé að miða við daginn sem þau senda inn eigið landslið í­ forkeppni EM eða HM í­ fótbolta. Samkvæmt því­ verður Kosovo væntanlega fyrst „alvöru“ land þegar forkeppnin fyrir EM 2012 hefst.

Eftir það sem á undan er gengið, var ekki við öðru að búast en að Kosovo myndi skiljast frá Serbí­u. Sú spurning vaknar hins vegar hvort ekki hefði verið vænlegra til lengri tí­ma litið að krukka í­ landamærum þessa nýja rí­kis? Ég hef í­ það minnsta séð því­ haldið fram að tiltölulega litlar breytingar hefði þurft að gera á landamærum Serbí­u og Kosovo til að tryggja niðurstöðu sem meiri lí­kur hefðu verið á sátt um. Hvort það er rétt veit ég ekki.

En stærri spurning er hvaða áhrif sjálfstæði Kosovo kann að hafa varðandi kröfuna um sjálfstætt rí­ki Kúrda? Dr. Jawad Mella er áhrifamikill talsmaður kúrdneskra þjóðernissinna. Á heimasí­ðu hans er að finna ýmis skrif um Kúrda-málið og sögulegar réttlætingar fyrir stórveldisstöðu þeirra.

Hér má sjá uppdrátt hans af Kúrdalöndum – þar sem búið er að setja Kúrdistan inn á landakortið.

Neðarlega á þessari sí­ðu gengur hann þó lengra og dregur upp hugmynd að nýju landakorti fyrir Mið-Austurlönd. Það eru svo sannarlega róttækar hugmyndir – en vandséð hvernig þeim mætti koma í­ gegn án stórstyrjaldar.